Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1936, Page 14

Náttúrufræðingurinn - 1936, Page 14
170 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN iimiiiiiiiiimiiiimiiimimiiimmiiiiiiimmiimmiiiimmmiiiiiiiiiiiitiiimiiiiimimiimmiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiii þeirra. Hin aðferðin er að velja einungis eitt líffæri eða líffæra- kerfi og skipa tegundunum saman í flokka eftir samræminu í gerð þess. Með því móti getur að vísu hinum óskyldustu tegund- um lent saman, en þetta kerfi er miklu viðráðanlegra og hand- hægara en hitt, einkum á byrjunarstigi allra rannsókna. Linné kaus að fara síðari leiðina, og má segja að hann fengi lykilinn að þeirri kerfissmíð, er honum varð ljós orðin æxlun plantnanna og hlutverk æxlunarblaðanna, sem fyr er getið. Plöntukerfi Linnés er allt reist á tölu, gerð, útliti og afstöðu æxlunarblaða plantnanna, hefir það því löngum verið nefnt kynskerfið (Sexual- system). Þetta nýja kerfi setti Linné fyrst fram í ritinu Systema natu- rae, en síðar skýrði hann það nánar og fullkomnaði það í ritun- um Fundamenta botanica (Grundvöllur grasafræðinnar) og Clas- ses plantarum (Plöntuflokkarnir) og fleirum ritum. Af ritum þessum öllum hafa út komið fjölmargar útgáfur. Eins og þegar er getið notaði Linné æxlunarblöð plantnanna til einkenna í niðurskipun sinni, og fékk hann á þann hátt skip- að öllum blómplöntum í 23 flokka, en 24. flokkinn nefndi hann Cryptogamia, og lentu í honum gróplöntur allar og hefir það samnafn haldist síðan. Við niðurskipun í flokkana tók hann eink- um tillit til hinna karllegu æxlunarblaða fræflanna eða frjóblað- anna. Þannig eru 13 fyrstu flokkarnir eingöngu miðaðir við tölu fræflanna, og eru þeir við það kenndir og kallaðir einmannaðar, tvímannaðar plöntur o. s. frv. 14. og 15. flokkurinn er miðaður við lengdarmismun og tölu fræfla, 16. til 20. við ólíkt vaxtarlag og afstöðu þeirra, og 21. til 23. flokkurinn á mismunandi kyn- ferði blómanna (einbýli, tvíbýli og fleirbýli). Flokkunum er síð- an skipt í hópa, og er þar einkum tekið tillit til hinna kvenlegu æxlunarblaða, fræblaðanna eða frævanna. Aldingerð og aldinlög- un kemur þar þó einnig til greina og í síðustu flokkunum fræfla- talan. Öll eru þessi einkenni svo vel valin, að svo má heita, að hvert barnið geti notað þau til nafngreiningar plöntum, enda er Linnéskerfi notað enn í dag í nafngreiningalyklum ýmissa grasa- fræðibóka, enda þótt niðurskipun plantnanna í bókinni sjálfri sé eftir hinu náttúrlega kerfi. Við niðurskipun í ættir innan hóp- anna notaði Linné ýms önnur einkenni plöntunnar, t. d. blóm- gerð, blaðlögun o. fl. þvílíkt. Gróplönturnar nefndi hann einu nafni Cryptogamia, þ. e. með dulinni æxlun, því að þá þekktu menn ekki enn til æxlunar þeirra plantna. En eftir útliti þeirra

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.