Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1936, Blaðsíða 26

Náttúrufræðingurinn - 1936, Blaðsíða 26
182 NÁTTÚRUFRÆÐIN GURINN «iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii!iiiiiiiiiiiiniiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiii> inn, að fjarlægð hans frá miðdepli jarðar yrði helmingi meiri en í Reykjavík, myndi þyngd hans reynast fjórum sinnum minni (2 X 2) minni heldur en þar.1) Af sömu ástæðu reynist sami hlut- urinn ofurlítið þyngri, ef hann er veginn á N- eða S-heimskaut- inu, heldur en ef hann er veginn einhvers staðar á miðjarðarlín- unni, vegna þess að jörðin er (vegna snúningsins) ekki alveg hnöttótt, heldur ofurlítið flöt við heimskautin, en fjarlægðin til miðdepilsins verður því nokkru minni þar en á miðjarðar- línunni. Af þessu verður séð, að þótt efnismagn hlutarins sé það sama hvar sem hann er í heiminum, reynist þyngd hans misjöfn, eftir því hvar hann er veginn. Efnismagn og þyngd hlýtur því að vera tvennt ólíkt. Á hinn bóginn breytist þyngd og magn í sama hlut- falli, á sama stað eða á öllum þeim stöðum, þar sem aðdráttarafl jarðarinnar er það sama. Pund af smjöri er alltaf pund af smjöri á sama stað á jörðinni, eða jafnvel hvar sem er á jörðinni, því að munurinn er svo lítill, að hann hefir ekki verzlunarlega þýðingu. öðru máli væri að gegna, ef við kæmum inn í búð á Júpíter og keyptum eitt pund af smjöri. Smjörpundið yrði þar miklu minna heldur en á jörðinni, af því að smjörið, eins og allir aðrir hlutir, er þar miklu eðlisþyngra heldur en hér, en það er vegna þess, að Júpíter er miklu efnismeiri en jörðin og hefir þess vegna miklu meira aðdráttarafl. Öðru máli væri að gegna, ef við keyptum smjörpund á tunglinu, þar fengjum við miklu meira en hér, vegna þess að aðdráttarafl tunglsins er minna en jarðarinnar og allir hlutir þar því léttari en hér. í fljótu bragði virðist okkur vera nákvæmt samræmi á milli þyngdar hlutanna og efnismagns þeirra, en nú höfum við séð, að þyngdin er breytileg, en efnismagnið ekki. Spurningin er nú sú, hvernig við getum farið að mæla efnismagn hlutanna, þegar ekki er hægt að gera það með því að vega þá? Hugsum okkur tvær málmkúlur, og gerum tilraunir með efnismagn þeirra. Þessar til- raunir geta verið á tvennan hátt. f fyrsta lagi getum við athug- að, hvað við þurfum mikinn kraft til þess að koma kúlunum á ákveðinn hraða miðað við tímalengd (t. d. sek.). Þurfi t. d. helm- ingi meiri kraft til þess að setja aðra kúluna á t. d. 10 m hraða á sek. heldur en hina, þá segjum við, að önnur kúlan hafi helmingi 1) Við verðum að gera ráð fyrir, að allt sé vegið á fjaðravog, en ekki með lóðum, því að þyngd lóðanna myndi vitanlega breytast alveg eins og þyngd allra annara hluta. Á. F.

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.