Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1936, Blaðsíða 15

Náttúrufræðingurinn - 1936, Blaðsíða 15
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 171 iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiimiiimiiimiiimiimiiiiiiiiimiiiiimiiiimmimiiiiiimiiiiimiiiimmimmmmm imimmi mmmm Vermihúsið í jurtagarði Linné’s í Uppsala. Nú er geymt í því Linné-safnið. (Nat. Verd. 1935). og eiginleikum skipti hann þeim í byrkninga, mosa', þörunga og sveppi, eins og vér enn gerum. í Systema naturae gaf Linné einnig yfirlit yfir dýrakerfið. En ekki er það þó nema að nokkru leyti hans verk, enda byggði hann þar mjög bæði á Aristoteles og Ray. Dýraríkinu skipaði hann í 6 fylkingar: Ferfætt dýr (spendýr), fugla, skriðdýr (skriðdýr og froska), fiska, skorkvikindi og orma. Hér hefir hann litlu aukið við verk Rays og stendur honum að sumu leyti að baki, og ekki sýndi hann fram á neitt allsherjar sjónarmið, er fara skyldi eft- ir við niðurskipan dýranna. Enda var Linné ekki dýrafræðingur, en fékkst við dýrakerfið eingöngu vegna þeirrar tilhneigingar sinnar að kerfisbinda alla skapaða hluti. Linné er ólíkur öllum sínum fyrirrennurum í því, að hann byrjar á tegundinni, skilgreinir hana og gengur síðan stöðugt frá hinu einfaldara hugtaki til hins víðtækara. Hann telur til sömu tegundar alla þá einstaklinga, sem svo mjög líkjast innbyrð- is, að ætla má að þeir séu afkvæmi hinna sömu foreldra. Er teg- undarskilgreining sú enn notuð að allverulegu leyti. Sú var og skoðun Linnés, að til sé á jörðunni jafn margar tegundir og skapaðar hafi verið í upphafi, og að allir einstaklingar sömu teg- undar séu raunverulega komnir af sömu foreldrum, því að ekki hafi verið skapað nema eitt par af hverri tegund í öndverðu.

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.