Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 1936, Qupperneq 11

Náttúrufræðingurinn - 1936, Qupperneq 11
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 167 • llllllllllllllllll.1111.Illllll.III.■111111111.Illlllllllllllllll......... En þótt starfsþrekið væri mikið og líkaminn hraustur, bilaði hann samt fyrr en varði. Hann þjáðist af ýmsum hættulegum sjúkdómum, og hin síðustu 8 ár æfinnar var hann farlama mað- ur eftir heilablóðfall, og hann andaðist eins og fyrr er sagt 10. janúar 1778. Var hann jarðsettur í Uppsaladómkirkju eins og margir aðrir ágætismenn Svía. Grafkapella hans er í norðan- verðri kirkjunni. Nokkru fyrir dauða sinn fékk Linné því til veg- ar komið, að sonur hans yrði eftirmaður hans við Uppsalahá- skóla. Linné yngri var þá kornungur og hafði fátt sér til ágætis unnið, og olli þetta því föður hans nokkurs ámælis. En hann varð skammlífur, og dó karlleggur ættarinnar út með honum. Frægð Linnés stafar frá ritum hans um náttúrufræði og störf- um hans í þeirri fræðigrein, einkum grasafræðinni. Gildi hans og starfi fyrir þá vísindagrein verður bezt lýst í stuttu máli þann- ig, að hann hafi þar úr óskapnaði skapað heilsteypta, kerfis- bundna grasafræði. Einn æfisöguhöfundur hans lýsir svo grund- vallarriti hans, „Systema naturae“: „Fyrir grasafræðirannsókn- ir samtíðarinnar varð rit þetta sólaruppkoman, er breytti myrkri hinnar fyrstu aftureldingar í hið bjarta Ijós dagsins“. En hér mætti bæta við, að þetta ljós hefði lýst rannsóknunum í meira en heila öld. Það er fyrst þegar þróunarkenningar Lamarcks og Dar- wins vinna fótfestu á seinni hluta 19. aldar, að nokkuð tekur að skyggja á Linné. Vér skulum þá þessu næst líta á, hverjir eru höfuðþættirnir í hinu margumtalaða kerfi Linnés. En áður því verði nánar lýst, skal lítillega drepið á, hvernig þessum málum var komið um þær mundir, er Linné kemur til sögunnar. Náttúrufræðin hafði verið hálfgerð hornreka í heimi vísindanna um margar aldir. Allt frá því, er hinir grísku spekingar Platon og Aristoteles höfðu skrif- að hin merku rit sín, höfðu framfarirnar í þessum efnum verið sáralitlar. Margt var það, sem til þess bar, en ekki munu trúar- skoðanir manna hafa átt minnstan þátt í að hindra frjálsa rann- sókn á undrum og dásemdum náttúrunnar. Kirkjan sjálf hafði lengstum reynzt þeim rannsóknum fjandsamleg, sem öðru því, er losað gat um skoðanir manna á kenningum hennar og erfðavenj- um. Það var helzt í sambandi við læknavísindin, sem náttúru- fræðinni þokar áfram fet fyrir fet. En athyglisvert er þó í þessu efni, hve allur fróðleikur manna var sundurlaus, og starfsaðferð- ir allar í molum. Það var engin föst regla, er unnið væri eftir, og ekkert, sem kallast gæti samanburðar dýra- eða grasafræði. Eink-

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.