Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1936, Blaðsíða 12

Náttúrufræðingurinn - 1936, Blaðsíða 12
168 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN iiiiiiimmmiimiiiiiiiiiiiiiimiiiimiiiiiiifiiiiiiimmiiimiiiiiiiiiijiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiii imiiii!i iiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiiiiii um var grasafræðin í niðurlægingu, og hið mesta vafamál, hvort hún gæti kallast fræðigrein í þann tíma, því að hún var hvergi stunduð, nema sem undirtylla læknisfræðinnar. En af því leiddi, að menn skeyttu harla lítið um að kynna sér skapnað og líf plantnanna. Hið eina, sem gildi hafði í þeirra tíma vísindum, voru verkanir þeirra og kraftur. Tegundir dýra og plantna. er menn þekktu, voru enn svo fáar, að hægt var að komast yfir að lýsa þeim án þess að leggja nokkurt allsherjar-sjónarmið til grund- vallar, eða binda þær í kerfi. Því var og þannig farið, að einn lýsti þessu og annar hinu, og engin heildarþekking var til á ríkjum náttúrunnar. Landafundirnir miklu í lok miðalda opnuðu mönnum nýja heima í þessu efni sem mörgum öðrum. Það var ekki einungis, að ný heimsálfa fyndist, og tiltölulega náið samband tengt milli hinna fjarlægustu landa, heldur bættist mönnum ótrúlega mikið viðfangsefni í rannsóknum nýrra tegunda dýra og plantna. Það lá við að allt færi úr reipunum, og fræðimennirnir stæðu ráð- þrota yfir ótölulegum grúa óleystra gátna og viðfangsefna. Til þess að koma einhverju skipulagi á þessi efni, taka menn að gera tilraunir, til að skapa yfirlit yfir hið ósamkynja efni, er saman hafði hrúgast, en fram að dögum Linnés má kalla, að tilraunir þessar væru fálm eitt. Það, sem þær strönduðu á meðal annars, var, að enn hafði hugtakið tegund ekki verið skilgreint á nokkurn fullnægjandi hátt. En á meðan svo var skorti alla undirstöðu, til að reisa á hina miklu byggingu kerfisins. í grasafræðinni tafði það mjög fyrir réttum skilningi, að mönnum var óljóst um kyn og æxlun plantnanna. Fyrstur manna leiddi Þjóðverjinn Camera- rius (1665—1721) rök að því, að plönturnar væru kynjaðar líf- verur, sem æxluðust á líkan hátt og dýrin, en Linné jók þar miklu við og dýpkaði skilning manna á þeim hlutum. Hafði hann þegar á háskólaárum sínum ritað skarplega um það efni, sem fyrr er greint. Hér er eigi unnt að drepa á allar þær tilraunir, er gerðar voru fyrir daga Linnés til að skapa kerfi í dýra. og grasafræði, en þó skal eins kerfis getið, þess er fullkomnast var áður en Linné kom til sögunnar. Kerfi þetta skóp Englendingurinn John Ray (1627—1705). Þar sem kerfi Rays stóð öðrum miklu fram- ar, tel eg rétt að geta þess hér nokkru nánar. En það hefir það sameiginlegt með öllum eldri kerfistilraunum og líka kerfi Linnés, að þau eru tilbúin, en ekki reist á raunverulegum skyldleika teg- undanna, eins og það kerfi er, sem vér nú notum. Ray gerir eina

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.