Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1936, Blaðsíða 30

Náttúrufræðingurinn - 1936, Blaðsíða 30
186 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN luimiiiimiimiiiiiiiiiiiiiiiiimimiiiiiiiiiimiiiiiiiHiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiimiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiimmiiiiiiir Til þess að rannsaka þessi viðfangsefni, sem aðeins hefir verið drepið hér lauslega á, og ýms önnur, hefi eg tvisvar sinnum brugð- ið mér til Vestm.eyja, nefnil. síðast í maí 1933 og fyrst í júní 1936. Fyrri ferðin var styttri en ætlast hafði verið til, vegna óhagstæðs veðurs, og gaf því miður ekki fullnægjandi árangur. Seinna voru mér send nokkur sæsvöluegg, sem safnað hafði verið í Elliðaey 22. júní 1933, og auk þess einn fugl, og leiddu rannsóknir í Ijós,. að hér var að ræða um hina venjulegu, stærri tegund. Á nýliðnu sumri heppnaðist mér ferðin betur. Þann 1. júní fór- um við þrír í indælasta veðri, útbúnir með hjökkur og skóflur upp á Yztaklett, en hvernig sem við leituðum, gátum við engin sæ- svöluhreiður fundið. Á hinn bóginn var þarna uppi verpandi skrofa, innan um ósköpin öll af fýl og lunda. Annan dag fórum við út í Bjarnarey, og vorum þá heppnari. Við fundum fljótt sæsvölu- hreiður, og með því að vinna af kappi allan daginn, gátum við grafið út hvert hreiðrið á fætur öðru, bæði gömul og ný, og meii'a að segja náð í þrjá fugla af nýverptum eggjum. Því miður rættist ekki sú von mín, að finna verpandi litlu sæsvölu, allir fuglarnir þrír töldust til stærri tegundarinnar (Oceanodroma leucori'hoa). Á öðrum stað á eynni fundum við annan varpstað, en eftir öllum mörkum að dæma verpti þar enginn fugl. Síðari hluta dagsins, þegar við vorum að ganga um eyna, vor- um við svo heppnir að rekast á máfahreiður, með þremur eggjum. Eitt eggið var hálf brotið og tómt, líklega hefir annar máfur,. eða kannske hrafninn, gætt sér á því, þegar fuglinn, sem á því lá, var ekki við. Enda þótt ekki geti hafa verið nema örfáar klukku- stundir síðan þetta slys vildi til, því innan á skurninni voru ennþá leifar af ferskri eggjahvítu, voru máfarnir, sem þarna höfðu leg- ið á eggjum, því miður allir á burt þegar við komum þangaö.. Þetta var einkum leitt vegna þess, að ekki varð úr því skorið með fullri vissu eftir eggjunum einum, um hvaða tegund hér var að ræða. Þó virtist bæði staðurinn, hreiðrið og eggin mæla með því, að hér væri að ræða um litla svartbak, svo að nærri lá, að það yrði í fyrsta skipti fullsannað, að hann verpti í Vestmannaeyjum. Eg skal ekki gleyma að bæta því við, að eggin voru send hinum þekkta, þýzka eggjasérfræðing, Schönwetter í Gotha. Hann hefir nú sjálfur rannsakað þau, og telur miklar líkur til að hér sé að ræða um litla svartbak. Auk þessarar tegundar gat einnig silfur- máfur (Larus argentatus) komið til greina, en af honum hafði eg séð einn eða tvo innan um litla svartbak í Bjarnarey.

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.