Náttúrufræðingurinn - 1936, Blaðsíða 6
162 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
iimiimiiiiiiiiiiiimiimiiiimimmiiimmiimimimiiimmiiiimiiiiimiiiiiimmiiiiiiimiiiiiiiiiimmmiiiimiiiiiimiiiiiiiiiiiii
kennari í eðlisfræði, er Rothman hét, sem sá hvað í drengnum bjó,
og studdi hann með ráðum og dáð. Dr. Rothman fékk því að lok-
um til leiðar komið við foreldra hans, að hann skyldi nema lækn-
isfræði, en ekki guðfræði, eins og ákveðið hafði verið í fyrstu.
Linné nam fyrst við háskólann í Lundi, en fyrir tilstilli dr. Roth-
man komst hann brátt til Uppsala, en háskólinn þar þótti þá
fremri Lundarháskóla. Þá var Linné 21 árs gamall.
Við Uppsalaháskóla eignaðist Linné brátt vini og velunnara. tJr
námi varð þó ekki mikið í fyrstu, því að fremur var lítil kennsla
í læknisfræði, og enn minni í grasafræði, en þar var hugur Linnés
allur. Grasafræðin var einungis aukanámsgrein læknisfræðinnar.
Samt tókst honum brátt að afla sér óvanalegrar þekkingar í grasa-
fræði, bæði af bókum og eigin athugun. Einkum komst skriður á
það nám, eftir að hann, fyrir tilstilli Olof Celsiuss dómprófasts
fékk aðgang að öllum görðum í Uppsölum, en þeir voru þar marg-
ir og fjölskrúðugir, eftir því sem þá var um að ræða. Stundaði
hann nú grasafræðina af kappi og skrifaði brátt lítið rit, er hann
kallaði „Inngang um brúðkaup plantnanna“. Rit þetta fjallar um
æxlun plantnanna, og sýnir hann þar fram á, að frjó- og fræblöð
blómsins séu æxlunarblöð þeirra. Ritið tileinkaði hann Celsiusi,
sem sýndi það Olof Rudbeck hinum yngra, sem þá var helzti próf-
essorinn í læknis- og grasafræði við háskólann. Fannst honum
mikið til um það og tók hinn unga stúdent á heimili sitt og fól
honum kennslu barna sinna. Skömmu síðar, er hann hafði nánar
kynnzt grasafræðiþekkingu Linnés, lét Rudbeck hann fara að
kenna grasafræði við háskólann. Safnaðist þegar fjöldi nemenda
að fyrirlestrum hins unga stúdents, þótt enn væri óreyndur.
Næstu árin dvaldi Linné í Uppsölum, nam og kenndi og rann-
sakaði jurtagróður af kappi. Hann fékk ferðastyrki nokkra og
fór grasaferðir norður í Dali og til Lapplands. Ferðir þessar
gáfu tilefni til tveggja merkisrita, er hann síðar gaf út um Flóru
Lapplands og Svíþjóðar. Margt reit hann um grasafræði á þessum
árum, en ekkert fékkst prentað, og olli það honum nokkurrar
gremju. En þrátt fyrir það aflaði hann sér álits og vinsælda
hinna beztu manna. En eigi var honum það nóg til frekari embætt-
isframa; var honum sú leið lokuð, ef hann ekki hlyti meiri lær-
dómsviðurkenningu. Því afréð hann að leita til Hollands og freista
að ná þar doktorsgráðu í læknisfræði, en sú lærdómsnafnbót var
þá eigi veitt í Svíþjóð. Það, sem meðal annars hvatti hann til
þessarar ferðar var, að hann hafði þá trúlofast fyrir nokkru, en