Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 1936, Qupperneq 25

Náttúrufræðingurinn - 1936, Qupperneq 25
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 181 1111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111 Efnismagn og þyngd. Þegar við nefnum „þyngd“ í daglegu tali, eigum við við þyngd hlutanna eins og hún reynist, þegar þeir eru vegnir á yfirborði jarðarinnar. Newton sannaði, að þyngd er fólgin í því, að allir hlutir draga hver annan að sér; sérhver efniseining hefir þann- ig áhrif á hvaða aðra efniseiningu sem er. Sérhver efniseining jarðarinnar leitast við að draga að sér sérhverja efniseiningu í hlutnum, sem við ætlum að vega. Þær efniseiningar jarðarinnar, sem eru beint undir fótum okkar, draga hlutinn beint niður, — þær, sem eru fyrir austan okkur, leitast við að draga hann til austurs, og þær, sem fyrir vestan eru, til vesturs, en útkoman af aðdrætti allra efniseininga jarðarinnar verður sú, að hluturinn togast með ákveðnum krafti í áttina til miðdepils hennar. Efniseiningar jarðarinnar toga ekki allar í hlutinn með sama krafti, eins og gefur að skilja. Steinn, sem stendur við brúna yfir Eyjafjarðará, togar að sjálfsögðu miklu fastar í kjötlæri, sem verið er að vega í búð á Akureyri, heldur en alveg samskonar steinn, sem stendur í Addis Abeba suður í Abessiníu. Aðdráttar- afl einhvers hlutar á hvaða annan hlut sem vera skal, er því háð því, hve langt er á milli hlutanna, en vitanlega auk þess efnis- magni þeirra. Newton sannaði, að átak allra efniseininga jarðar- innar á hvaða hlut, sem er utan við jörðina, væri nákvæmlega jafn mikið eins og ef allar efniseiningar jarðarinnar væru í mið- depli hennar. Ef við viljum athuga aðdráttaraflið á milli sólarinnar og jarð- arinnar, getum við því til hægðarauka hugsað okkur allt efni sól- arinnar á einum stað, sem sé í miðdepli hennar, og allt efnismagn jarðarinnar í miðdepli jarðar. Til þess að reikna út átak sólar- innar á jörðina, og jarðarinnar á sólina, þurfum við þá aðeins að þekkja efnismagn sólarinnar og jarðarinnar, sem og fjar- lægðina á milli miðdepla þessara hnatta. Ef við vegum einhvern hlut í Reykjavík, finnum við þunga, sem samsvarar efnismagni hlutarins, og fjarlægð Reykjavíkur frá miðdepli jarðar. Væri hluturinn veginn uppi á Esju, myndi hann reynast eitthvað ofurlítið léttari, því að þótt efnismagn hans sé það sama þar eins og í Reykjavík, er fjarlægðin frá miðdepli jarð- ar ósköp lítið meiri, og átak jarðarinnar því ekki alveg eins mikið eins og í Reykjavík. Færum við með hlutinn svo langt út í geim-

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.