Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1936, Side 28

Náttúrufræðingurinn - 1936, Side 28
184 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN tiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiuiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiHiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiuiiiiimiiiiiii Varpfuglateg. samtals: Verpandi sjávarfuglar: Allt ísland 66 tegundir 17 tegundir. Vestmanneyjar 22 tegundir 15 tegundir. Þetta yfirlit sýnir okkur, að einungis þriðjungur þeirra fugla, sem á íslandi verpa, eru varpfuglar í Vestmanneyjum, og enn fremur að sæfuglafjöldinn, sem verpir í Vestmanneyjum, er að- eins tveimur færri en fjöldi sá, sem verpir á öllu íslandi, að Vest- manneyjum meðtöldum. Þessar tvær tegundir, sem ekki verpa í Vestmanneyjum, eru í fyrsta lagi haftyrðillinn (Alle alle), sem á heima í há-norrænum höfum, og hvergi verpir hér við land nema í Grímsey, sem er, að því, er við vitum, suðlægasti varpstað- ur þessarar tegundar, og í öðru lagi skúmurinn (Stercoi'arius skua), sem þó er stöðugur gestur á eyjunum. Þannig eru á íslandi tvær tegundir sjófugla, sem eigi verpa í Vestmanneyjum, en á hinn bóginn verpa tvær sjófuglategundir í Vestmanneyjum og hvergi annars staðar á íslandi. Þær eru: litla skrofa (Puffinus puffinus) og stóra sæsvala (Oceanodroma leu- corrhoa), en báðar þessar tegundir hafa frekar suðlæga útbreiðslu miðað við ísland, og eru aðallega útsævistegundir. Þegar öllu er á botninn hvolft, og eigi er tekið tillit til einstaklingafjölda teg- undanna, má segja, að fuglalífið í Vestmanneyjum sé að lang- mestu leyti mótað af sjávartegundunum, enda þótt eigi skorti fá- eina fulltrúa fyrir landfuglana, sennilega vegna þess, að eyjarnar eru svo nærri landi. í sambandi við það, hvaða tegundir byggja Vestmanneyjar, beinist athyglin sérstaklega að tveimur viðfangsefnum. Annað þeirra er spurningin um sæsvölumar. Auðsjáanlega hafa þessir dökku náttfuglar, sem vart skyldi halda að væru í ætt við fýlinn, ef dæma skal eftir litnum, numið land í Eyjum á síðustu hundrað árum, því Faber, sem eins og kunnugt er, dvaldi lengi á Heima- ey sumarið 1821, minnist þeirra ekki með einu orði, og tekur meira að segja greinilega fram á einum stað, að hann hafi yfir- leitt ekki séð þennan fugl í allri íslandsferðinni. Fyrsti fugla- fræðingurinn, sem getur þess, að sæsvala verpi í Yztakletti, og lýsir varpstöðunum nákvæmlega, er Bachmann, sem áður er get- ið að hafi komið til eyjanna 80 árum eftir Faber. Við verðum því að draga þá ályktun, að sæsvalan hafi numið land í eyjunum ein- hvern tíma á milli 1821 og 1900.

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.