Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 1936, Qupperneq 32

Náttúrufræðingurinn - 1936, Qupperneq 32
188 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN iiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiimmiiiiiimimiiiiimmiiiiiiiimiiimiiiiiiimmiimiiiiuiiiiiimimiiiiiiiiiiiiiiimimiiiimiiiiiiiiiniii héldu sig-. Af þeirri ástæðu leituðu þau upp í mjög brött og tor- sótt fjöll til þess að ná í haga. Þau leituðu norður yfir, í Driv- dalen sunnan megin, og komust þar út á snjóhengju. Hún brast undan þeim og dýrin hröpuðu niður úr allmikilli hæð. Við það drápust fjögur þeirra. Þau voru rannsökuð á dýralæknaskólan- um. Það kom í ljós, að dýrin voru stærri og í betri holdum en dýr á sama aldri og á sama tíma árs á Grænlandi". Á Svalbarða hefir ekki orðið annað að dýrunum, það menn vita, en að fyrir nokkrum árum fannst einn kálfur hálfdauður fyrir neðan urð nokkra. Er talið að hann muni hafa verið að stangast við annan kálf og við það hrapað niður. Hann var fluttur á sleða til byggðar, en drapst skömmu eftir að þangað var komið. Árið 1930 voru 34 dýr flutt til Alaska, keypt í Noregi. Þau eru höfð þar í stórri girðingu, undir stöðugu eftirliti. Þau hafa feng- ið þar húsdýrasjúkdóma, sem hefir þó tekizt að lækna, en dálítil vanhöld hafa þó verið þar, því að 5 þeirra drápust á fyrsta árinu, sum af kvillum, en sum drápu bjarndýr (landbirnir). Nú þrífast þau ágætlega og er þeim farið að fjölga. Telur forstöðumaður stofnunarinnar, sem hefir þau undir höndum, að af þessum stofni sé þeim þegar tryggb' filvera í Alaska. Á. Á. Um veiðiskap hrafnsins. Síðasta dag aprílmánaðar var eg sem oftar staddur hér heima við bæinn. Veður var kalt og mikil rigning öðru hvoru. Allt í einu sé eg hvar hrafn er í áköfum eltingaleik við stelk, örskammt frá mér. Átti stelkurinn sýnilega fullt í fangi með að verjast ofsókn- um krumma, því að krummi fylgdi honum fast eftir og var í miklum vígamóð; enda leið lítill tími þar til hann hafði algjörlega yfirunnið stelkinn, og var tekinn til að snæða hann, á sinn grimmi- lega hátt. Mig rekur ekki minni til, að eg hafi neins staðar séð þess getið í náttúrufræðiritum, að hrafnar veiði þannig aðra fugla sér til fæðu, og sjálfur hefi eg ekki orðið þess var nema aðeins í þetta eina skipti. Kom mér því til hugar, að biðja Náttúrufræðinginn fyrir línur þessar. Eyþór Erlendsson.

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.