Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1936, Side 7

Náttúrufræðingurinn - 1936, Side 7
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 163 miiiiiiiiimiiiiiiimiiiimiiiiiiiiiiiiiiimiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiimiiiiiiiiiiiii faðir stúlkunnar vildi láta hann fá fasta stöðu, áður en sá ráða- hagur tækist; skyldi unnusta hans sitja í festum þar til hann kæmi heim aftur. Þetta var árið 1735. Linné á unga aldri í þjóðbúningi Lappa. (Nat. Verd. 1935). Linné hélt nú til Harderwijk í Hollandi. Eftir nokkurra vikna dvöl þar hlaut hann doktorsnafnbót við háskólann. En þar eð hann átti enga embættisvon vísa heima í Svíþjóð, vistaðist hann í Hol- landi um skeið. Þegar á fyrsta dvalarári sínu þar gaf hann út það rit sitt, sem frægast hefir orðið og mestum straumhvörfum valdið í náttúrufræðinni allra rita hans. Heitir það „Systema naturae“ (Kerfi náttúrunnar). Rit þetta var ekki nema 15 arkarsíður, en varð á fáum mánuðum kunnugt meðal allra fræðimanna, er þessa grein stunduðu, og varð síðan um langan aldur einskonar. biblía allra náttúrufræðinga víðsvegar um heim. Efni rits þessa hafði hann hugsað að mestu heima í Uppsölum, enda þótt hann kæmi því fyrst á framfæri í Hollandi. — Á síðastliðnu ári (1935) var 200 ára afmælis rits þessa minnst víða um lönd. Linné var nú kominn í tölu hinna fremstu vísindamanna í álf- unni, og stóðu honum nú allar dyr opnar til vísindamanna og fé- n*

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.