Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1936, Síða 16

Náttúrufræðingurinn - 1936, Síða 16
172 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN lllllll|(llllll(llllllllllllllllllllllllll|||||||||ltll III11111111111IIIIII lllllllllllllllllllllllllllllllllllll IIIIHIIIIII || IIIIIII ||||||||||||||||HÍ|||||||f> Enda þótt því verði eigi neitað, að kerfi Linnés sé með mörg- um annmörkum og ókostum, þá ber og á hitt að líta, hve hand- hægt það er, og hversu frábærlega höfuðeinkenni ætta og teg- unda eru þar dregin fram. Slíkt verk gat enginn unnið annar en sá, sem bæði hafði mikla þekkingu á viðfangsefni sínu og óvenju- lega glöggt auga og skarpa dómgreind þess, hvað var aðalein- kenni og hvað aukaatriði. Hvorttveggja þetta átti Linné í ríkum mæli. Athyglisgáfa hans og skarpskyggni var frábær, og hann skorti heldur ekki viljaþrek til að fylgja eftir hugsjónum sínum. Það er mælt, að hann hafi þegar í æsku ásett sér að skapa kerfi í hinni ósamstæðu grasafræði, og það heit efndi hann dyggilega. Enda þótt dómar seinni tíma manna hafi reynzt misjafnir um hann sem aðra, hefir enginn dii'fzt að draga af honum, að dóm- greind hans hafi verið með afbrigðum. Þannig segir Þjóðverjinn J. Sachs, sem er Linné mjög andvígur í hugsanagangi öllum, um hann: „Hann hafði óvanalega gáfu til að einkenna tegundir og ættir með fám og skýrum dráttum og semja tegundalýsingar svo fáorðar, en þó skýi*ar, að lengra verður ei komizt, og í því er hann fyrirmynd allra síðari grasafræðinga, og hefir enginn náð honum í því efni“. Þessi gáfa var það, sem gerði hann færan um að skapa jafn heilsteypt kerfi og raun ber vitni um, því að heilsteypt má það kallast, því að ekki hefir reynzt neinum vandkvæðum bundið að skipa inn í það öllum þeim fjölda tegunda, sem fundizt hafa eftir daga Linnés. En til þess að þetta mætti takast, þurfti einnig að lýsa einstökum plöntuhlutum, gefa þeim föst nöfn og skýra þau og skilgreina. Þetta hefir Linné einnig gert og meira en það. Hann hefir einnig sett fastar reglur um hvernig lýsa beri plönt- um, og mun þeim fylgt að mestu óhögguðum enn á vorum tím- um. Linné skiptir plöntulíkamanum í þi*já höfuðhluta, rót, stöng- ul og blóm. Síðan tekur hann fyrir hvern einstakan smáhluta og lýsir honum og gefur honum nafn og svo fasta skilgreiningu, að enn hefir fæstu af því verið haggað. Þannig skapar hann fyrst- ur manna líkamsfræði plöntunnar. Nokkra hugmynd gefur það oss um hvílíkt heljarverk þetta var og til hve margs þurfti að taka tillit, að á laufblaðinu einu eru til 139 nöfn og skilgreining- ar frá hans hendi. Eftir að þetta starf var unnið, mátti það kall- ast leikur einn að lýsa plöntum, og lýsingar allar urðu miklu gleggri, en þó styttri, en áður var. Linné er þannig lærifaðir

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.