Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1936, Blaðsíða 29

Náttúrufræðingurinn - 1936, Blaðsíða 29
NÁTTÚRUFRÆÐINGUEINN 185 iiiiiiiiitimiiiiiiimmmiiiiiiiiiiiiiiimimiiiiiiiih.;uiiiiiiiiiiiitiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiii*iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii Víða hefir því verið haldið fram, að auk stóru sæsvölunnar (Oceanodroma leucorrhoa) verpi einnig önnur sæsvölutegund, nefnilega litla sæsvala (Hydrobates pelagica) á eyjunum. Þetta getur vitanlega verið rétt, þar sem hún verpir í stórum nýlendum á Færeyjum. — P. Nielsen, faktor á Eyrarbakka, sem er mjög þekktur fyrir fuglarannsóknir sínar, vill færa þessu það til sönn- unar, að árið 1890 hafi hann fengið tvö sæsvöluegg úr Vestmann- manneyjum, sem aðeins voru 28 X 21 og 27 X 20 mm, en það væri óvanalega lítil stærð á eggjum stóru sæsvölu. Til samanburð- ar set ég hér mál á eggjum beggja tegundanna eftir riti Rey’s um egg Mið-Evrópufugla (Die Eier der Vögel Mittelevropas), og þau eru þannig: Egg stóru sæsvölu: 35 — 31 X 25 — 23 mm. Egg litlu sæsvölu: 30 — 26 X 22 — 21 mm. Gísli heitinn Lárusson hélt því einnig fram, að litla sæsvala yrpi í Yztakletti, en mér vitanlega hefir hann ekki fært fullgildar sönn- ur á það. í raun og veru er lausn þessa hnúts engan veginn auð- veld vegna þess, að sæsvölurnar verpa á eyðilegum stöðum, sem erfitt er að komast að, og ekkert bendir á, að fuglar eigi þar heima þegar þangað er komið á daginn, nema ef vera skyldi opin inn í holurnar, sem óvanir gætu þó haldið að væru músaholur. Fyrst þegar myrkrið dettur á, kemur hreyfing á fuglana, þeir skríða þá fram úr neðanjarðargöngunum sínum, en hverfa þangað aftur þegar birtir af degi. Ilitt viðfangsefnið, en það hefir talsverða vísindalega þýðingu, er spurningin um hingaðkomu suðrænna fugla á síðari árum. — Bjarni Sæmundsson hefir fyrstur manna bent á það, að hinn óvenjulega mikli sjávarhiti, sem verið hefir hér við land á síðari árum, og haft hefir hlýrra loftslag í för með sér, hafi valdið því, að margar tegundir sjávardýra og fugla frá suðrænni löndum hafi allt í einu fundizt hér við land. I sambandi við það má geta þess, að danski fuglafræðingurinn Löppenthin, ritar að hann hafi séð fjölda af litla svartbak (Larus fuscus) við Vestmanneyjar, og lætur þá skoðun í ljós, að tegund þessi verpi ef til vill 1 eyjunum.1 Aðalheimkynni þessarar tegundar er miklu sunnar en hér við land, og ef þetta væri rétt, lægi nær að halda það sama um ýmsar aðr- ar tegundir. 1) I hinni nýju bók sinni um íslenzka fugla telur Bjarni Sæmundsson bæði litla svartbak og litlu sæsvölu verpa hér, en ég álít, að eigi séu færðar fullar sönnur á það.

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.