Náttúrufræðingurinn - 1936, Blaðsíða 19
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 175
iiniimiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimmmiimiiiiiiimiiiiiiiimmimimiiiimimiiimiiiiiiiiiiiimiimimmiiiiimiiimmiiiiiiiiiii
væru svona. Og einmitt vegna þessarar einbeitingar hugans við
viðfangsefnin varð árangurinn af starfi hans svo mikill og góð-
ur. Samt má ekki gleyma því, að auk kerfisfræðinnar er í ritum
hans að finna feikna fróðleik um lífsháttu dýra og plantna, og
sumir vilja jafnvel segja, að nýtízkugreinar innan náttúruvísind-
anna, eins og dýra- og jurtalandfræði, eigi rót sína að rekja til
athugana hans og rannsókna.
Linné á efra aldri, eftir málverki.
(Nat. Verd. 1935).
Svo er um Linné og verk hans sem annara manna, að dómarn-
ir um þau hafa misjafnir verið bæði fyrr og síðar. 1 fyrstu eftir
að hann kom fram með kerfi sitt voru ýmsar mótbárur reistar
gegn því. En raddir andstæðinga hans þögnuðu brátt, meðal ann-
ars vegna þess, að þá gat enginn komið fram með annað kerfi
jafn gott, hvað þá heldur betra. Kerfi Linnés fór sigurför um
hinn menntaða heim á fáum árum, og hann var ókrýndur kon-
ungur fræðigreinar sinnar. Samt voru vísindamenn ekki í öllum
löndum jafn fljótir að taka við nýjungum þeim, er hann bar á
borð. Þannig er sagt, að í dönsku riti sé Linnés fyrst getið í smá-
ritling, er Bjarni Pálsson, síðar landlæknir, reit á háskólaárum
sínum árið 1749. Ritið er ein af hinum venjulegu háskólakapp-