Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1936, Side 13

Náttúrufræðingurinn - 1936, Side 13
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 169 iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiuiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiitiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiaiiiiiiiiiiii,iiiiiiiiiii,iiiii,ii,i,iBi,ni, hina fyrstu tilraun til að skilgreina tegundarhugtakið, var sú skilgreining á þessa leið: „Til sömu tegundar teljast allar þær plöntur, er skapa fræ, sem úr vex afkvæmi, er líkist móðurplönt- unni, á sama hátt og kýrin og nautið geta í sameiningu af sér af- kvæmi, er líkist þeim“. Ray hélt því hins vegar fram, að tala teg- undanna hefði verið ákveðin, er þær voru skapaðar í öndverðu, og að þær væru óumbreytanlegar. Hann gerði fyrstur manna greinarmun á ein- og tvíkímblaðaplöntum og gerði með því grasa- fræðinni ómetanlegt gagn. Kerfi Rays náði bæði yfir plöntur og dýr, og eru höfuðdrættir þess svo sem nú skal greint. Plöntur: I. Jurtir, sem skiptast í tvær megindeildir: 1. Imperfectae, þ. e. gróplöntur allar, og kórallar að auki, sem hann taldi til plantn- anna, og 2. Perfectae, en þar til taldi hann allar blómjurtir, sem hann að nokkru leyti af handahófi skipti í 21 flokk. II. Tré, sem hann skipti í 7 flokka. Dýr: I. Dýr með blóði, sem svarar til hryggdýranna, er nú kallast. Undirdeildir þeirra voru svo: 1. dýr með lungum og 2. dýr með tálknum, sem voru fiskarnir einir. II. Blóðlaus dýr, sem skipt var í tvo flokka: 1. lítil dýr, þ. e. skordýr, og 2. stór dýr, þ. e. krabbadýr, lindýr o. fl. Þetta kerfi verður naumast talið annað en handahófsverk. Hér vantar að mestu sameiginleg sjónarmið, sem gengið sé út frá, og þegar tekið er til að einkenna tegundirnar innan flokkanna, eru það ýmist lifnaðarhættir þeirra eða líkamsskapnaður, er ræður hvar þeim er skipað í flokk. Enda sýnir það ljósast hversu kerfi Linnés var hinu fremra, að kerfi Rays náði aldrei neinni viður- kenningu eða notkun, en kerfi Linnés fór sigurför um hinn mennt- aða heim á skömmum tíma, og er enn hið handhægasta kerfi öll- um byrjendum, sem vilja læra að lesa hina miklu bók náttúrunn- ar, enda þótt breytt sjónarmið og aukin þekking hafi þokað því úr sessi í vísindaritum. Skal nú vikið nánar að því. Þegar vér tölum um kerfi í náttúrufræðinni, er við það átt, að öllum tegundum plantna og dýra sé skipað niður eftir tilteknum reglum. Tvær aðferðir við sköpun slíks kerfis geta komið til greina. Önnur er sú, að gera kerfið náttúrlegt, þ. e. að skipa sam- an þeim tegundum, sem flest hafa sameiginleg einkenni og sem skyldastar mega teljast, eftir því sem séð verður af þróunarsögu

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.