Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1936, Blaðsíða 20

Náttúrufræðingurinn - 1936, Blaðsíða 20
176 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN IIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIUIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIII.. ræðum, sem þá tíðkuðust. En annars verður ekki annað sagt en kerfi hans næði óvenjulega fljótt almennri viðurkenningu. Og um langan aldur eftir hans daga sveif andi hans yfir vötnunum hvarvetna, þar sem náttúrufræði, eða einkum grasafræði, var stunduð. Lærisveinar hans urðu margir hinna ágætustu grasa- fræðingar og báru hróður kennara síns vítt um lönd, hafa og margir þeirra heimsfrægð hlotið. Þegar kemur fram á síðustu öld, tekur þetta nokkuð að breytast. Ný sjónarmið verða ríkjandi í náttúruvísindum, þróunarkenningarnar leggja undir sig heim- inn og opna nýjar veraldir öllum þeim, er skyggnast vildu inn í leyndardóma náttúrunnar. Vísindamenn hætta að iðka kerfis- rannsóknir, en helga nú starf sitt hinni eiginlegu líf- og lífeðlis- fræði. Þá stendur styr mikill um nafn Linnés. Andstæðingar þró- unarkenninganna, og þeir voru margir, vitnuðu mjög til Linnés, er þeir börðust móti hinum nýju skoðunum. En formælendur nýja tímans þóttust þá ekki sjá annað við Linné en það, að hann væri þröskuldur í vegi þeirra nýju sanninda, sem þeir börðust fyrir. Linné var þá ásakaður um að vera ekkert annað en þröngsýnn og kreddubundinn kerfisfræðingur. En nú skal nánar athuguð afstaða rita Linnés til þessara kennisetninga framtíðarinnar. Eins og fyrr er sagt hélt Linné því fram, að í upphafi hefði að- eins verið skapað eitt par af hverri líftegund, er á jörðunni hrærð- ist. Þannig hefði frá öndverðu verið til ákveðinn fjöldi skýrt af- markaðra tegunda. En þessi skoðun hans, sem einkum kemur fram í hinum fyrstu ritum hans, tók óneitanlega að haggast á efri árum hans, eftir því sem þekking hans varð meiri og rann- sóknirnar víðtækari. Honum varð þá ljóst, að tegundamörkin voru ekki eins glögg og hann hafði áður haldið, og hann rak sig á, að við blöndun tegunda komu fram bastarðar með nýjum ein- kennum. Þetta olli því, að hann í seinni ritum sínum lætur spurn- ingunni um óbreytanleik tegundanna vera ósvarað. Frá sköpun- artrú kirkjunnar gat hann ekki slitið sig, en lætur á einum stað í ljós þá skoðun, að mögulegt sé, að einungis ættirnar eða ætt- kvíslirnar hefðu verið skapaðar í fyrstu, en innan þeirra hefði nýsköpun tegunda getað átt sér stað, eftir því sem aldir liðu. Þannig verður ljóst, að Linné stendur engan veginn eins fjarri þróunarkenningum nútímans og andmælendur hans vilja vera láta. Eg hygg að danska skáldið Johs. V. Jensen dæmi Linné rétt og afstöðu hans til framtíðarinnar, þar sem hann segir: „Staða Linnés sem vísindamanns verður að dæmast með tilliti til þess

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.