Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1936, Síða 24

Náttúrufræðingurinn - 1936, Síða 24
180 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN iiiiiiiiiiiiiimimiiiiiimmiiimiiimiiiiiiiiimiimiiimiiiiimiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiimtiiiimiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii ditismus), en getur einnig komið fyrir hjá ýmsum öðrum dýrum, t. d. fiskunum. Á síðustu vertíð veiddist t. d. þorskur á íslenzkan togara þannig úr garði gerður, að öðru megin í honum voru full- þroskuð hrogn, en hins vegar fullþroskuð svil. Þau dýr, sem eru ýmist karl- eða kvenkyns, geta verið það á tvennan hátt, eftir því um hvaða tegundir er að ræða. Ostran (Ostrea edulis), sem mikið er veidd til matar víða, er t. d. ýmist karl- eða kvenkyns, og getur skipt um kyn eins oft og verkast vill. Það fer eftir hita og ýmsu öðru. Ef að kynskiptingin færi ein- ungis eftir hita, væri framtíð tegundarinnar illa borgið, því að þá væri allt þjóðfélagið ýmist karlkyns eða kvenkyns í senn. Á hinn bóginn skiptir kampalampinn (Pandalus borealis) aðeins einu sinni um kyn á æfinni, og það fer sennilega eftir stærð og aldri, hvenær það verður. Á yngsta reki er hann lítt kynþroska, eins og öll önnur dýr, en verður svo að karldýri, þ. e. framleiðir aðeins frjó, þegar ákveðinni stærð (og aldri) er náð. Ennþá lieldur hann áfram að vaxa, og þegar lengd dýrsins er orðin um 10 cm, skiptir það allt í einu um kyn og verður kvenkyns. Merkilegt hlýtur kampalampa-þjóðfélagið að vera út frá sjón- armiði okkar mannanna. Við erum því vanir úr mannheiminum, að bæði brosandi meyjar og hýrir sveinar skipi morgunsess æsk- unnar, að nokkurn veginn jafnaldra hjón berjist hlið við hlið gegnum lífið, að bæði menn og konur verði ellinni að bráð. En hjá kampalampanum er þetta öðruvísi. Þar er hugtakið „fröken“ og „öldungur" aðeins til í annálum um undarleg dýr. Hvílík sorg væri það ekki manninum, ef engin ung stúlka væri til í heiminum. — Hvílíkur harmur þætti þá ekki kveðinn að karlmönnum, ef aðeins væru til miðaldra konur og þaðan af eldri. Á hinn bóginn væri það fagnaðarefni fyrir kvenþjóðina, ef aldrei þyrfti að stjana við stirðbusalega miðaldra karlmenn og önuga karla, ef allt karlkyns væri ungt og fagurt — einungis ungt og fagurt. En við þess hátt- ar „þjóðskipulag“ á kampalampinn að búa. En það er bót í máli fyrir ungu sveinana þar, sem verða að láta sér lynda hálfgerðar „kaffikerlingar“, að þeir eiga fyrir sér að verða að konum, að þeir eiga eftir að njóta æsku þeirra karldýra, sem þá verða uppi, þegar þeir hafa notið — eða spillt — sinni eigin æsku. En þá koma skyldurnar með meiri þunga en áður, þeir verða þá, sem konur, að geta af sér nýjar kynslóðir, að bera eggin sín undir halanum og vernda þannig líf þeirra mánuðum saman. Á. F.

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.