Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1955, Side 10

Náttúrufræðingurinn - 1955, Side 10
4 NÁTTtJRUFRÆÐINGURINN það aftur, og gæsamergðin ruddist yfir það og upp á háölduna. Nii voru gæsirnar aftur réttu megin við netið, en stefndu norður eftir öldunni í áttina til Miklukvíslar. Finnur og Valli komu nú á móti þeim og stöðvuðu flóttann, áður en mörgum hafði tekizt að sleppa, og enn einu sinni stóð gæsafylk- ingin á háöldunni. Nú höfðum við fjögur umkringt gæsirnar, og í bili var um jafnvægi að ræða. Þetta var úrslitastund. Gætum við haldið þeim þar, meðan verið væri að reisa netið við og styrkja það? Hve lengi myndu þær fást til að standa þarna í einum hnapp á háöldunni án þess að gera alvarlegar tilraunir til útrásar? Einstaka gæsir voru þegar byrjaðar að gera smávægilegar tilraunir tif að losna úr umsátr- inu. En svo virtist sem einstaklingunum fyndist eitthvert öryggi í því að halda sig í þéttri þyrpingu, því að jafnskjótt og stuggað var við gæsum, sem klufu sig út úr hópnum, sneru þær til hópsins aftur, og virtist þeim jafnvel létta við að vera komnar inn í þvöguna á ný. Nokkrar gæsir höfðu ánetjazt öfugu megin í netinu, þegar þær fóru yfir það í síðara skiptið. Phil og Peter losuðu þær og merktu, en slepptu þeim síðan (þetta voru fimm eða sex gæsarungar og tvær fullorðnar gæsir). Voru þær nú úr sögunni. Peter fór síðan út að endum net- vængjanna til þess að ná i uppistöðustengur, sem ekki var þar lengur þörf lil að styrkja með dilkinn og vængina út frá honum. Á meðan þessu fór fram, voru Valli og Finnur að baki gæsaþyrpingunni, í um það bil 10 m fjarlægð frá henni. Hestur Finns og trússahesturinn tóku nú á rás meðfram þyrpingunni og voru næstum því búnir að koma öllu á ringulreið, en þegar þeir staðnæmdust loks, urðu þeir aðeins til að styrkja umsátrið. Meðan á þessu stóð, hafði Phil orð á því við Peter, að þau yrðu að taka mynd af gæsunum. Peter féllst á það, ef Finnur yrði þess eliki var. Aumingja Finnur, sem bersýnilega var mjög órótt innan- brjósts út af ástandinu, var stöðugt að reka á eftir, þar sem hann ótt- aðist, að Valli og hann mundu ekki geta lialdið gæsunum öllu lengur í skefjum. Peter var öðru hvoru að kalla til Finns á móti að láta þetta ekki á sig fá, en hugsa einungis um það að halda gæsunum í her- kvinni — sem honum og tókst með ágætum. Það kom seinna i ljós, að Finnur hafði í laumi tekið ágætar mynd- ir af gæsaþyrpingunni í þeirri von, að Peter sæi ekki til hans og héldi, að hann væri að vanrækja aðalstarfið. Loksins var allt tilbúið. Dilkurinn hafði verið styi’ktur eftir því, sem föng voru á. Phil hörfaði aftur fyrir netið til að geta stöðvað

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.