Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1955, Síða 12

Náttúrufræðingurinn - 1955, Síða 12
6 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN á einhverja ölduna og síðan þokað með gætni inn í réttina. Það var augljóst mál, að þannig höfðu menn farið að, en það var býsna fróð- legt að fá það sannreynt á þenna hátt. Hugmyndir okkar um net- vængi úr hrosshársreipum og víðitágum voru bersýnilega alveg út í hött. Þegar gæsimar voru allar komnar inn i dilkinn, tók Valli upp annan netvænginn og lokaði dilknum með honum. Við gátum ekki náð til nethurðarinnar, sem við höfðum áður útbúið, vegna þess hve troðið var í dilkinn. Nú var aðalvandinn sá, að í hvert sinn, sem við nálguðumst dilk- inn, þyrptust gæsirnar út í hina hlið hans, og tróðust hver upp á aðra, en í dilknum vom nú um þrjú hundruð gæsir og gæsarungar. Ann- að vandamál var það, að þegar netið þandist undan þunga gæsanna, tók topplína þess að renna niður eftir uppistöðustöngunum. Af þess- um orsökum sluppu um þrjátíu gæsir, ein eða tvær í einu, næstu klukkustundina. Nokkrar sluppu einnig í gegnum rifu við hliðið, og ein eða tvær sluppu í gegnum göt á netinu. Valli losaði fugl, sem var illa flæktur í netið, en við það rifnaði stórt gat á það. Þetta voru nú allir erfiðleikarnir, og yfirleitt má segja, að við hefðum nú hemil á öllu. Furðu fljótt vöndumst við verkum þeim, sem nú fóm í hönd. Phil fór inn i dilkinn og handsamaði fuglana, eina og eina fullorðna gæs í einu, en tvo unga samtímis, og bar þá til Peters, sem merkti þá. Hinum megin við dilkinn stóð Finnur, sem annaðist um skrásetn- ingu hinna merktu fugla, en Valli lék lausum hala, gerði við netið, losaði flækta fugla o. s. frv. 1 frásögn þessari hefur það verið haft fyrir satt, að tekizt hafi að reka þrjú hundruð gæsir í dilkinn, en þegar hér var komið, höfðum við þó enga hugmynd um tölu þeirra. Peter hafði 130 hringa með- ferðis. 1 hvert sinn, sem fugli tókst að sleppa, sagði hann við Finn, sem ávallt gerðist áhyggjufullur, þegar slíkt kom fyrir: „Það gerir ekkert til — gæsirnar eru miklu fleiri en hringarnir." Ekki var hann nú viss um það, en hugði, að svo væri, og reyndist það rétt. Þegar ekki var eftir nema handfylli af hringum, voru ómerktar gæsir enn svo margar, að það borgaði sig tvímælalaust að senda Valla til tjald- anna til að sækja hringa til viðbótar. Á meðan hann var í burtu, hvíldust gæsirnar í dilknum, og lögðust þá flestir gæsarungarnir og fengu sér blund. Að klukkustund liðinni kom Valli til baka, og hafði hann hest Peters meðferðis, sem hafði strokið frá okkur. Við tókum nú til starfa á ný og merktum gæsir þær, sem eftir voru i dilknum.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.