Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1955, Page 32

Náttúrufræðingurinn - 1955, Page 32
26 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN l.mynd. Varpstöðvar hvítmáfsins á íslandi. — The breeding distribution of the Glaucous Gull in Iceland. núpi í landi Sigluness á Barðaströnd. 1 Látrabjargi eru ekki hvitmáfs- vörp, en vel getur þó verið, að einn og einn livítmáfur verpi þar á stangli, en því miður hefur mér ekki tekizt að afla áreiðanlegra heirn- ilda um það.1) Ég vil geta þess hér, að Bergsveinn Skúlason, fyrrum bóndi í Skálmarnesmúla, hefur frætt mig manna bezt um hvítmáfs- vörpin við Breiðafjörð, einkum í Barðastrandarsýslu, en hann er manna fróðastur um fuglalíf á þessum slóðum. Á Vestfjörðum norðan Bjargtanga eru engin hvitmáfsvörp, svo að vitað sé, nema í Tálkna milli Patreksfjarðar og Tálknafjarðar, en tal- ið er, að þar verpi slæðingur af hvítmáf. Ekki er heldur vitað til þess, að hvítmáfur verpi nokkurs staðar á Norðurlandi fyrr en kemur aust- ur á Langanesi. Þar hafa 2—3 hvítmáfspör um langt skeið orpið í sjávarbjörgum utan til á nesinu norðanverðu (utan við Skoruvik). Er ég var þar á ferð sumarið 1949, tókst mér þó ekki að finna nema eitt par, sem ég get fullyrt, að hafi verið þar verpandi. Á Austur- landi verpur hvitmáfurinn hvergi og ekki heldur á austanverðu Suð- 1) Eftir að þetta var skrifað, hef ég fengið areiðanlega vitneskju um það, að svolítill slæðingur af hvítmáfi verpi í Látrabjargi.

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.