Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1955, Side 33

Náttúrufræðingurinn - 1955, Side 33
ÍSLENZKIR FUGLAR XI 27 urlandi, fyrr en kemur til Vestmannaeyja. Þar verpur svolítill slæð- ingur af hvítmáf á nokkrum stöðum, og eru þessir helztir: Heimaey (Stóri-Stakkur), Brandur (Máfadrangur), Hellisey og ef til vill einn- ig Smáeyjar. Á svæðinu frá Vestmannaeyjum til Snæfellsness verp- ur hvítmáfurinn hvergi nema í Karlinum við Reykjanes (Gull.). 1 þessum mikla móbergsdrangi, sem er um 51 m é hæð, hefur lengi verið nokkurt hvítmáfsvarp, og að öllum líkindum verpa einnig eitt eða fleiri pör i Valahnúki við Reykjanesvita. Hér að framan hafa verið taldir allir þeir staðir, þar sem vitað er með vissu, að hvítmáfur verpi nú. Vel mó þó vera, að eitt og eitt par verpi stöku sinnum á öðivnn stöðum en hér hefur verið getið, en það skiptir auðvitað ekki máli í þessu sambandi, enda eru öruggar heim- ildir um slikt ekki fyrir hendi. Þó má geta þess, að sumarið 1952 sá Þorsteinn Einarsson, íþróttafulltrúi, hvítmáf í Skrúðnum (S.-Múl.), sem hann telur liklegt, að hafi átt þar egg eða unga eftir hegðun hans að dæma. Enskur náttúrufræðingur, Brian Roberts, getur þess einnig (Ibis, 1934, bls. 255), að sumarið 1932 hafi hann fundið tvö hvítmáfs- jjör verpandi á jökulöldum við austanverðan Breiðamerkurjökul. Sum- arið 1943 var ég á ferð á þessum slóðum og varð þá hvergi var við hvítmáf þar. Þá hafa Kvískerjabræður tjáð mér, að skömmu eftir alda- mótin síðustu muni hvítmáfur eitt sinn hafa orpið i Ingólfshöfða og í annað skipti á jökulöldu við Breiðamerkurjökul, i svonefndum Krók milli upptaka Fjallsár og Breiðár. Ekki er þó alveg útilokað, að í annað eða bæði þessi skipti hafi verið um hvítan svartbak eða skúm (hvít- inga) að ræða, og er jafnvel ekki óhugsandi, að slikir hvitingar hafi oftar orðið tilefni til fregna um verpandi hvítmáfa. En hvað sem þessu líður, þá er þó eitt víst, og það er, að frásagnir Þorvaldar Thoroddsens (Ferðabók III, bls. 176), Bjarna Sæmundssonar (Fuglarnir, bls. 452) og G. Timmermanns (Die Vögel Islands, bls. 477) um hvitmáfsvörp á söndunum í Skaftafellssýslum hljóta að vera á misskilningi byggðar. I nýjustu ritum um íslenzka fugla er hvitmáfurinn talinn vera varp- fugl allt í kringum land, en þó algengastur á Vesturlaudi. Þetta gefur mjög ranga hugmynd um útbreiðslu hans, því að meginhluti íslenzka hvítmáfsstofnsins verpur í héruðunum kringum Breiðafjörð, eins og sýnt hefur verið fram á hér að framan (sbr. einnig l.mynd). Þar eru kunn að minnsta kosti fimmtán hvítmáfsvörp, en á þeim fjórum stöðum utan Breiðafjarðarsvæðisins, þar sem hvítmáfurinn verpur, er ekki nema um litinn slæðing að ræða, sem ekki getur numið nema litlu broti af heildarstofninum. Um stærð íslenzka hvítmáfsstofnsins

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.