Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1955, Page 39

Náttúrufræðingurinn - 1955, Page 39
ISLENZKIR FUGLAR XI 31 Það er mjög einkennilegt, að i samkeppninni við svartbakinn skuli hvítmáfurinn fyrst og fremst hafa haldið velli í héruðunum í kring- um Breiðafjörð, en ekki annars staðar á landinu, svo að teljandi sé. Við hefðum miklu fremur getað vænzt þess að finna síðustu leifar þessarar hánorrænu tegundar á útkjálkum norðanlands, en ekki í hinum veðursælu byggðum Breiðafjarðar. Þetta hlýtur að hafa sínar sérstöku orsakir, og það er skoðun mín, að eyjamergðin á Breiðafirði valdi mestu um þetta. Að vísu verpur hvítmáfurinn hvergi í eyjunum, en aftur á móti verpur þar ógrynni af svartbak. Ef svartbakurinn á þess völ, kýs hann fremur að verpa í eyjum, hólmum og skerjum en i björgum. Eyjamergðin á Breiðafirði veitir honum því hin ákjósan- legustu og nær ótæmandi skilyrði til varps, en það leiðir aftur til þess, að hann liefur ekki nema að sára litlu leyti þurft að leita til fjallanna í kringum Breiðafjörð til varps. Þar hefur því verið eins konar eyða, þar sem hvítmáfurinn hefur getað haldizt við allt til þessa, án þess að lenda í kasti við svartbakinn. Um breytingar á stærð íslenzka hvítmáfsstofnsins, síðan náttúru- fræðilegar athuganir hófust hér á landi, er fátt eitt vitað. Þó má benda á þá athyglisverðu staðreynd, að þess eru engin dæmi, að hvít- máfurinn hafi numið land á nýjum stöðum eins og svartbakurinn, sem stöðugt er að færa út kvíamar og fer sífjölgandi. Hins vegar eru áreiðanlegar heimildir fyrir hendi um nokkur hvítmáfsvörp, sem lið- ið hafa undir lok á síðari tímum. Eitt athyglisverðasta dæmið af þessu tagi er hvitmáfsvarpið í Krísuvíkurbergi. Danski fuglafræðingurinn R. Hörring getur þess í óprentaðri dagbók, að sumarið 1905 hafi hann fundið um 20 hvítmáfspör verpandi vestast í Krísuvíkurbergi (eftir lýsingu Hörrings að dæma hefur það verið í Hælsvík). Nú er allur hvítmáfur horfinn úr Krísuvíkurbergi, en silfurmáfurinn setztur þar að í hans stað og það einmitt í Hælsvíkinni. Silfurmáfurinn, sem er ein af þeim þremur suðlægu máfategundum, er numið hafa hér land á síðustu áratugum, er einnig setztur að á Reykjanesi (í Valahnúki og Karlinum), Langanesi og í Vestmannaeyjum. Má því búast við, að dagar hvítmáfsins á þessum stöðum, sem að undanskildu varp- inu í Tálkna eru einu varpstaðir hans utan Breiðafjarðarsvæðisins, verði brátt taldir. f Grafarfjalli hjá Hvalgröfum á Skarðsströnd var og áður fyrr talsvert hvítmáfsvarp, en það mun hafa liðið undir lok að fullu í kringum 1890. Eyðing þess vilja menn kenna aðgerðum Vargafélagsins svonefnda (Æðarræktarfélagsins á Breiðafirði og við Strandaflóa), er var stofnað árið 1884 og beitti sér meðal annars fyr-

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.