Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 1955, Qupperneq 39

Náttúrufræðingurinn - 1955, Qupperneq 39
ISLENZKIR FUGLAR XI 31 Það er mjög einkennilegt, að i samkeppninni við svartbakinn skuli hvítmáfurinn fyrst og fremst hafa haldið velli í héruðunum í kring- um Breiðafjörð, en ekki annars staðar á landinu, svo að teljandi sé. Við hefðum miklu fremur getað vænzt þess að finna síðustu leifar þessarar hánorrænu tegundar á útkjálkum norðanlands, en ekki í hinum veðursælu byggðum Breiðafjarðar. Þetta hlýtur að hafa sínar sérstöku orsakir, og það er skoðun mín, að eyjamergðin á Breiðafirði valdi mestu um þetta. Að vísu verpur hvítmáfurinn hvergi í eyjunum, en aftur á móti verpur þar ógrynni af svartbak. Ef svartbakurinn á þess völ, kýs hann fremur að verpa í eyjum, hólmum og skerjum en i björgum. Eyjamergðin á Breiðafirði veitir honum því hin ákjósan- legustu og nær ótæmandi skilyrði til varps, en það leiðir aftur til þess, að hann liefur ekki nema að sára litlu leyti þurft að leita til fjallanna í kringum Breiðafjörð til varps. Þar hefur því verið eins konar eyða, þar sem hvítmáfurinn hefur getað haldizt við allt til þessa, án þess að lenda í kasti við svartbakinn. Um breytingar á stærð íslenzka hvítmáfsstofnsins, síðan náttúru- fræðilegar athuganir hófust hér á landi, er fátt eitt vitað. Þó má benda á þá athyglisverðu staðreynd, að þess eru engin dæmi, að hvít- máfurinn hafi numið land á nýjum stöðum eins og svartbakurinn, sem stöðugt er að færa út kvíamar og fer sífjölgandi. Hins vegar eru áreiðanlegar heimildir fyrir hendi um nokkur hvítmáfsvörp, sem lið- ið hafa undir lok á síðari tímum. Eitt athyglisverðasta dæmið af þessu tagi er hvitmáfsvarpið í Krísuvíkurbergi. Danski fuglafræðingurinn R. Hörring getur þess í óprentaðri dagbók, að sumarið 1905 hafi hann fundið um 20 hvítmáfspör verpandi vestast í Krísuvíkurbergi (eftir lýsingu Hörrings að dæma hefur það verið í Hælsvík). Nú er allur hvítmáfur horfinn úr Krísuvíkurbergi, en silfurmáfurinn setztur þar að í hans stað og það einmitt í Hælsvíkinni. Silfurmáfurinn, sem er ein af þeim þremur suðlægu máfategundum, er numið hafa hér land á síðustu áratugum, er einnig setztur að á Reykjanesi (í Valahnúki og Karlinum), Langanesi og í Vestmannaeyjum. Má því búast við, að dagar hvítmáfsins á þessum stöðum, sem að undanskildu varp- inu í Tálkna eru einu varpstaðir hans utan Breiðafjarðarsvæðisins, verði brátt taldir. f Grafarfjalli hjá Hvalgröfum á Skarðsströnd var og áður fyrr talsvert hvítmáfsvarp, en það mun hafa liðið undir lok að fullu í kringum 1890. Eyðing þess vilja menn kenna aðgerðum Vargafélagsins svonefnda (Æðarræktarfélagsins á Breiðafirði og við Strandaflóa), er var stofnað árið 1884 og beitti sér meðal annars fyr-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.