Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1955, Side 40

Náttúrufræðingurinn - 1955, Side 40
32 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN ir eyðingu „gripfugla og hræfugla" á félagssvæðinu. Þá getur Eggert Ólafsson þess í ferðabók sinni (bls. 709), að hvítmáfsvarp sé í Karl- inum við Drangey, en drangur- sá, er bar þetta nafn, hrundi í sæ seint á 18. öld. í ferðabók sinni nefnir Eggert fleiri hvítmáfsvarpstaði, enda þótt þar verpi enginn hvítmáfur nú. Heimildir Eggerts um þetta efni geta vel verið réttar, en vart mun þó hægt að treysta þeim um alla þá staði, er hann nefnir. Loks má geta þess, að áður fyrr mun hvítmáfurinn hafa orpið í Grímsey (Eyf.), en varpið þar hlýtur að hafa liðið undir lok á öldinni, sem leið, þvi að hvítmáfar hafa ekki orp- ið þar það sem af er þessari öld. Sumarið 1821, þegar þýzki læknirinn og náttúrufræðingurinn F. A. L.Thienemann heimsótti Grímsey, voru þó hvitmáfar enn verpandi þar (sbr. Reise in Island, bls. 216). Hætt er við því, að hlýviðrisskeið það, sem nú stendur yfir, geti haft örlagaríkar afleiðingar fyrir livítmáfinn. Á þessu skeiði hefur svart- baknum fjölgað mjög, og auk þess hafa á sínum tíma þrjár suðlægar máfategundir setzt hér að, eins og þegar hefur verið vikið að. Um eina þeirra, silfurmáfinn, er að minnsta kosti hægt að fullyrða, að hún sé bkleg til að verða hvítmáfinum hættulegur keppinautur eigi síður en svartbakurinn, og hafa þegar verið nefnd dæmi því til sönnunar. Það þarf því engum að koma á óvart, að menn þeir, sem búsettir eru í grennd við hvítmáfsvörpin við Breiðafjörð, halda því nær undantekn- ingarlaust fram, að hvítmáfinum hafi farið fækkandi síðustu áratug- ina. Er því ýmist kennt um, að fýllinn flæmi hann hurt úr björg- unum eða tófa valdi vaxandi usla i vörpunum. Ég vil alls ekki for- taka, að þetta hafi við einhver rök að styðjast, en skoðun mín er þó sú, að meginorsaka fækkunarinnar sé beint eða óbeint að leita í hlýn- andi loftslagi. SUMMARY Ii-elandic Birds XI. Tlie Glaucous Gull (Larus liyperbnreus) by Finnur Gudmundsson Fig. 1 shows the present breeding distribution of the glaucous gull in Iceland. Contrary to current information which reports the glaucous gull as nesting com- monly on all coasts, I have found it nesting almost exclusively in the districts round Breidafjördur, the more northerly of the two large hays of the west coast. In this area no less than fifteen glaucous gull colonies are known to exist. The number of breeding pairs varies from colony to colony from a few dozen pairs in the smallest to several hundreds in the largest colonies. Outside the Breidafjördur area insignificant numbers of glaucous gulls are known to breed, but only in the

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.