Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1955, Page 49

Náttúrufræðingurinn - 1955, Page 49
Sitt af hverju Merkustu nýjungar í stjarnfrœðivísindum árið 1954 Harlow Shapley, prófessor í stjörnufræði við Harward-háskóla í Bandarikjunum, telur að eftirtaldar 10 nýjungar í stjarnfræðivísind- um heimsins séu hinar merkustu, er fram hafa komið á árinu 1954. 1) Meðal hinna fjölmörgu skýrslna og greinargerða um stjarn- fræðilegar rannsóknir og niðurstöður, sem styðjast. við þær upplýs- ingar, sem fá má af útvarpsbylgjum heimsrúmsins — skýrslna frá Hollandi, Englandi, Ástralíu, Bandaríkjunum og Kanada — ber eink- um að nefna framlag þeirra John D. Kraus og H. C. Ko, við verk- fræðideild Ohio-háskóla í Bandaríkjunum. Hafa þeir markað á kort mikinn hluta hins norðlæga himinhvolfs — hluta, sem ekki verður séður öðrum augum en þeim, sem næm eru fyrir iitgeislan, er nemur um 122 cm öldulengd. Fyrir þessa útgeislan markast okkar eigin vetr- arbraut mjögt skýrt, og ennfremur hinn skínandi hópur stjörnukerfa þeii’ra, sem sjást í Meyjarmerki, og þá mjög heitir dílar í merkjum Kentárs, Svans og Kassiopeiu. Hnattmyndaðar stjörnuþyrpingar eru þessu útvarpsauga þó enn ósýnilegar. 2) EnduiTeisn Po//co;;-stjörnustöðvarinnar, sem nú er endurreist í grennd við Leningrad á rústum síðustu heimsstyjaldar. Þar er aft- ur tekin til starfa visindastofnún, sem áður gegndi miklu hlutverki, bæði innanlands sem og á alþjóða vettvangi. Fyrir einni öld var þessi stofnun talin höfuðborg heims í stjarnvísindum. 3) Lokið var tveimur miklum framkvæmdum i stærðfræðilegum útreikningi stjarna. Við Lick-stöðina í Bandaríkjunum lauk forstjór- inn S. D. Shane, með aðstoð C. A. Wirtanen, hinum fyrsta áfanga í ljósmyndun stjarngeimsins, en það verk var ráðið og skipulagt fyrir mörgum árum af fyrri forstjóra stofnunarinnar, W. H. Wright. Og við Minnesota-háskóla lauk W. J. Luyten við yfirlit um eiginlega hreyfingu stjarna, og bætti 19,000 stjörnum við þann lista stjarna, sem hafa mælanlega hreyfingu. Rannsóknir þessar hafa staðið þrot- laust síðastliðin 25 ár.

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.