Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 1955, Qupperneq 52

Náttúrufræðingurinn - 1955, Qupperneq 52
44 NÁTTORUFRÆÐINGURINN geislavirkra efna, sem vetnissprengjan þyrlar upp, sé ekki nægilegt til að hafa áhrif á geisla sólarinnar og valda truflunum. Þó er enginn vafi á því, að veðurfarið var óvenju umhleypinga- samt árið 1954, og náðu þessir umhleypingar til allrar jarðkringlunn- ar. Getið var um 600 felibylji, ofveður og hvirfilvindi og er það met allra tíma. Flóð urðu á ólíklegustu stöðum, en þurrkar á öðrum, á einum stað of mikið vatn, á öðrum of lítið. 1 mestallri Evrópu og þar á meðal í Miðjarðarhafslöndunum var rysjótt veður i sumar og síðan hlóð niður snjó í Svisslandi og víðar. Veðurfræðingar hika við að segja „versta árið“. Þeir lita í skrár sínar og skjöl og finna eitthvert annað ár til samanburðar og hugg- unar. Sem dæmi má nefna, að frá því árið 1870 hafa menn lifað sex sérstaklega votviðrasöm sumur í Englandi og Wales, og í sumum hér- uðum Skotlands var regnið s.l. sumar neðan við meðallag. Frá því um aldamót hafa tvö sumur verið kaldari og frá því árið 1906 var eitt sumar enn sólarminna en s.l. sumar. Á þessu þykjast veðurfræðingar hafa fundið skýringu. Hún er í því fólgin, að þau ár, sem sólblettir ná hámarki, verða votviðrasöm. Þessi hámörk eru á 11 ára fresti, en þá myndast flestir þyrlar á yfirborði sólar og þeyta frá sér eindum, sem ná lofthjúpi jarðar, dreifa sólarljósinu og valda truflunum, ekki aðeins í útvarpi, heldur líka á veðri. En árið 1954 náði sólblettafjöld- inn lágmarki. Skýringarinnar á veðurfarinu árið 1954 verður þvi að leita annars staðar en í sólblettafjölda. Eins og sakir standa er aðeins um ágizkanir að ræða, enda er veðurfræði ennþá ekki nákvæm raun- vísindi og háttalag lofthjúpsins er enn hulið þoku óvissunnar. — „Weather“, timarit, sem gefið er út af konunglegu veðurfræðifélög- unum í Bretlandi, segir: „Svo mætti virðast sem hið kalda og votviðra- sama sumar í Evrópu sé fyrst og fremst að kenna háum loftþrýstingi og háum hita yfir Rússlandi, en þessi þrýstingur og óvenjulegi hiti gæti þó stafað af einhverju öðru fyrírbæri, sem væri t. d. tengt óvenju- legum bylgjum í rás vestanvindanna kringum pólsvæðið. Hægt er að benda á margt annað, sem gæti haft þýðingu, svo sem ísrek, sem náði miklu sunnar en venjulega, og ef til vill náði minni sólarorka yfir- borði jarðar, vegna rykagna í hærri loftlögum frá vígahnöttum eða írá jörðinni. Þetta eru geysi þýðingarmiklar spurningar, sem veður- fræðingar nútímans verða að taka til alvarlegrar athugunar.“ „Frá jörðinni“ þýðir auðvitað af völdum sprenginga á jörðinni. En deila má um það, hvort rykmökkur frá sprengjutilraunum geti dreifzt svo mjög, að hann trufli verulega sólargeislunina til jarðar-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.