Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1955, Page 54

Náttúrufræðingurinn - 1955, Page 54
46 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN þar spjótsendar frá þvi um 500 e. Kr., en þá mun land þetta síðast hafa verið frostlaust. Isbráðin gæti verkað gegn áhrifum Golfstraumsins, sem mildar svo mjög loftslag Bretlandseyja. Sitthvað er vissulega á seiði. Norðlægir fiskar, eins og ýsan, leita nú suður að Cornwall og sardínur úr suð- lægum höfum vaða í Norðursjó. Ekki er hægt að kenna kjarnorku- fræðingum um þessi fyrirbrigði. En hvað sem um ísbráðina má segja, hefur veðurfarið verið svo óvenjulegt á árinu 1954, að grunur hlýt- ur að leika á því, að einhverra áhrifa gæti frá truflunum „af jarð- lægum uppruna". Ritchie Calder. Maðurinn og hafið Blóð mannsins og sjór hafsins eru grunsamlega áþekk að efnainni- haldi. Þetta er ekki nýtt af nálinni, enda má rekja þær skoðanir til náttúrufílósófa átjándu og nítjándu aldar, að sjórinn sé nokkurs kon- ar frumvökvi, sem lífið hafi kviknað í. Þegar lagardýr lögðu land undir fót, fluttu þau með sér, samkvæmt þessari kenningu, þennan frumvökva í æðum sér, sem vér höfum síðan fengið að erfðum. Mannsblóðið er að vísu seltuminna en sjórinn, en sjórinn var einnig seltuminni, er þetta átti að hafa gerzt, fyrir 500 milljónum ára, því að stöðugt leysast efnin upp og berast til sjávar. Og þó er furðanlegt samræmi í efnainnihaldi blóðs og sjávar. Eftir handbókum má setja saman eftirfarandi töflu, sem sýnir samanburð á jón-innihaldi sjáv- ar og blóðs: Efni eða efnasamband Sjór Blóð g í kg g í kg Natríum Na+ ......... 10.75 3.00 Kalíum K+ ........... 0.39 0.20 Kalsíum Ca++ ........ 0.42 0.10 Magníum Mg++ .... 1.29 0.03 Klór C1— ............ 19.34 3.55 Súlfat S04........... 2.70 0.02 Fosfat HP04—..... 0.00018 0.10 Bíkarbónat HC03— . . . 0.14 1.60 Samanburðurinn sýnir, að mannsblóð inniheldur miklu meira bí-

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.