Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1955, Page 56

Náttúrufræðingurinn - 1955, Page 56
48 NÁTTtJRUFRÆÐINGURINN hærri en á vorum tímum, þá hefði botnhiti meginhafanna og verið að sama skapi hærri. Botnhiti á miklu dýpi, t. d. um mitt Kyrrahaf, gefur þannig vísbendingu um yfirborðshita pólhafa. Á því er enginn vafi, að pólsvæði nútímans eru tiltölulega köld og fyrr meir voru þau svæði mun heitari. Hitt hefur jafnan reynzt öðr- ugt og ótryggt að ráða með nokkurri nákvæmni hita þessara svæða af leifum jurta og dýra. En nú hefur opnazt leið til að ákvarða botnhita suðlægari megin- hafa á fyrri jarðöldum og þá um leið yfirborðshita pólhafa. Aðferðin byggist á rannsókn súrefnisatóma í kalki og er ekki óskyld aðferðum til nákvæmra aldursákvarðana, sem atómfræðin hefur leitt til og almennt eru kunnari. 1 náttúrunni koma fyrir súrefnisafbrigðin Qi (> og 018 (0 táknar oxygenium, sem er hið latneska heiti súrefnis, en tölurnar tákna atóm- þungann), en súrefni er hluti af kalki (CaO), scm skeldýrin vinna ur sjónum. Skeldýrin nota nú í kalkframleiðslu sína bæði afbrigði súrefnisins, en þó í vissu hlutfalli, sem aftur fer eftir hitastigi sjávarins, sem dýr- ið lifir í. Til þess að ákvarða sjávarhita á fyrri öldum þarf því ekki annað en finna skel frá viðkomandi tíma og mæla hlutfall súrefnis- afbrigðanna í kalkinu. Gerðar hafa verið miklar mælingar á núlifandi skeldýrum, sem lifa við þeklct hitaskilyrði og þannig treystur grundvöllur þessarar mæfiaðferðar. Aðferðin er talin vera svo nákvæm, að hún gefi hita- stigið, er skel hefur lifað við, með ekki meiri skekkju en ca. ■ Samkvæmt frétt í Science, 18. júní 1954, hefur þessari aðferð verið beitt við botnskeldýr, er fundizt hafa í botnkjörnum frá miðju Kyrra- hafi og teknir voru af sænska djúphafsleiðangrinum frá Gautaborg 1947—48. Skeljar hafa fundizt í þessum kjörnum frá skeiðunum oli- gosen, míósen og jilíósen og aldur þriggja skeljategunda talinn vera 33, 22 og 2 milljónir ára. Tilsvarandi hitastig, sem mælingarnar leiða í ljós, er 10.4°, 7.0° og 2.2°C, en hiti á þessum stöðum nú á tímum talinn vera 1.5°C. Með þvi að lækka þessar tölur um 1—2°C ætti þá að fást góð vis- bending um yfirborðshita pólhafanna á viðkomandi tímum. Þess er að vænta, að lofthiti á íslandi sé mjög háður ástandi á norðurpólssvæðinu og að tölurnar gefi þá einnig vísbendingu um lofts- lag hér á landi fyrr meir. Kemur það og heim við það, sem fornar gróðurleifar hér (surtarbrandur) sýna, að hér hefur áður verið suð-

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.