Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1955, Blaðsíða 61

Náttúrufræðingurinn - 1955, Blaðsíða 61
SITT AF HVERJU 53 hreiður sitt með sama hraða og hann kom þaðan, en ég stóð yfir hundinum, sem veinaði í sífellu. Að lokum linnti hann á hljóðum og dróst á kreik. Kom þá í ljós, að hann var ekki hryggbrotinn, en að- eins marinn og aumur allur skrokkurinn; náði sér þó að lokum. Það, sem ég hef skrifað hér um valinn, sannar það bezt, að hann sé „vargur í fuglahjörð“. En þó hefur hann flesta þá kosti, sem hetj- um fornaldarinnar voru taldir mest til prýðis og frægðar. Hann er svipmikill og tígulegur í sjón, hann er vopnfimur og rammur að afli, hann dregur vel i búið og er mesta veiðikló. Ritað á Stóra-Kroppi 23. júní 1951. Krisíleijur Þorsteinsson. Menn og málefni Einkunnarorð brezka vísindafélagsins eru „Nullius in verba“, og mættu þau ef til vill útleggjast: „Ekki er orðum trúandi“, en hugsunin, sem að baki einkunnar- orðunum felst, hefur meistaralega verið sett fram í Konungsskuggsjá, en þar segir: „Það er og mannsins núttúra að forvitna og sjá þá hluti, er honum eru sagðir og vita hvort svo er, sem honum var sagt, eða eigi.“ Reynsla sögunnar hefur sýnt, að framsókn vísindanna er efasemdum að þakka. Séu J)ær drepnar i dróma, stirðna visindin í átrúnaði á menn og steinrunnar kenningar. Nú er það svo, að þróun visindanna byggist á endurskoðun eldri kenninga. Vis- indamenn eru sífellt að gera nýjar athuganir, sem eru nákvæmari en þær, sem fyrir voru, og gamlar staðreyndir eru skoðaðar í ljósi nýrra rannsókna og felldar á annan liátt inn í heildarmynd, sem á hverjum tima endurspeglar mannlega þekk- ingu á tilteknu sviði. Það liður ekki sá dagur, að eldri vinnuaðferð eða kenningu sé ekki kastað fyrir borð og önnur ný, vonandi nær hinu rétta, sett í hennar stað. Við mat þessara kenninga er dómur prófessorsins engu þýðinganneiri en hins unga stúdents eða áhugamanns. Þá gilda aðeins rök og reynsla, en hvorki mannvirðingar né völd. Visindalegar rökræður eiga sér ekki langa sögu að baki hér á landi, og það er mjög eðlilegt að margs konar misskilnings gæti hjá almenningi um markmið og nauðsyn slikra rökræðna. Menn segja sent svo: „Er ekki miklu viðkunnanlegra, að slíkum rökræðum sé haldið innan þröngra faglegra samtaka, þvi að deilur veikja trú ulmennings á rannsóknunum sjálfum, þar eð fæstir geta gert sér nógu ljósa grein fyrir eðli málsins.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.