Náttúrufræðingurinn - 1973, Blaðsíða 49
NÁTT ÚRUFRÆÐINGU RI N N
41
2. mynd. Bláþörungurinn Nostoc í
vefjum lifrarmosans Blasia pusilla.
Sérstakar frumur mynda hylki
utan um þörunginn.
mosinn er því raunar sambýlisvera, þ. e. samfélag mosa og þör-
ungs, og svo bætist sveppurinn við þetta samfélag, svo úr því verð-
ur eins konar þrívera.
Blasia er algeng víða um lönd, m. a. hér á landi, og vex gjarnan
á sendnum, hálfgrónum árbökkum og ýmsu röku landi. Fylgisvepp-
ur hans er einnig mjög algengur hér, a. m. k. norðanlands, og vex
oft snemma sumars, jafnvel í júní, þegar sveppir eru annars lítið
byrjaðir að vaxa.
Þetta er örlítill hattsveppur, ljósgrábrúnn eða gulbrúnn, í lyrstu
hjálm- eða hattlaga en síðan oft dálítið dældaður eða naflalaga.
Nafngreining hans hefur verið nokkuð á reiki til þessa, og hefur
hann ýmist verið talinn til Omphalia eða Mycena, en nýlega hefur
honum verið skipað í ættkvíslina Gerronema (af Gro Gulden og
M. Lange, 1971), enda á hún þar eflaust bezt heima. Samkvæmt
Jrví lieitir tegundin nú Gerronema pseudogrisella (Smith) Gulden
& Lange.
Ennþá er lítið vitað um eðli jress þrenningarsambands, sem hér
er fjallað um. Vitað er að vísu, að bláþörungurinn Nostoc hefur
hæfileika til að framleiða köfnunarefnissambönd úr köfnunarefni
loftsins, og má vera, að hann veiti mosanum og jafnvel sveppnum
af þeim birgðum, sem hann vinnur af þeim. Þetta er Jró ekki stað-
fest með rannsóknum, og það sem gert hefur verið af því tagi
bendir raunar ekki til að svo sé.
S U M M A R Y
The occurrence ol the agaric Gerronema pseudogrisella (Smith) Gidden &
Lange, on the liverworth Blasia pusilla is reported as coramon on rivcr banks
in the North ol Iceland.