Náttúrufræðingurinn - 1973, Blaðsíða 71
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
59
Samandregnar helztu álykt.anir.
1. Einhvern tíma á fyrri hluta Búðaskeiðs, er sjávarstaða við Axar-
fjörð var komin í núverandi horf, varð dyngjugos í Stóra-Víti.
Hraun þaðan náði austur að Jökulsá og lagðist upp að Áshöfða
og urðarholtunum Iijá Rauðhólum. Jökulsá stíflaðist upp í dalnum
ofan við Hljóðakletta og varnaði hrauninu framrásar. Neðar hlaut
áin að hrekjast austur fyrir hæðirnar í þann farveg, sem hún hefur
haft lengst af síðan.
2. Á síðari hluta Búðaskeiðs skríður jökull fram á hraunið og
allt norður á móts við Rauðhóla. Ár renna norður hraunið vestan
við Áshöfða. Lón stíflast upp milli Grjótsháls og jökuljaðarsins og
rennur úr þeim norður hraunið meðfram jökuljaðrinum. Gilin,
sem liggja upp í hraunkantinn hjá Svínadal og Rauðhólum, grafast,
er jökullinn tekur að hopa.
3. Hamfarahlaup kemur í Jökulsá, eftir að jökull hefur hopað
alllangt suður. Víð en fremur stutt gljúfur skapast í Ásbyrgi og
ofan við Forvöð.
4. Sprungugos verða í Hljóðaklettum—Rauðhólum og norðan
við Dettifoss með þeim afleiðingum, að hraun renna í farvegina.
5. Nýtt hamfarahlaup kemur í Jökulsá síðar en öskulagið H:í
féll. Ásbyrgi lengist lítið eitt suður, en hlaupið flyzt fljótlega í
eystri farveginn og grefur Jökulsárgljúfur neðan við Hljóðakletta.
Mjóa gljúfrið upp frá Forvöðum grefst. Hraun frá Hljóðaklettum
og gossprungunni neðan við Dettifoss sópast að verulegu leyti úr
farveginum.
HEIMILDARIT - REFERENCES
Áskelsson, Jóhannes. 1938. Um íslenzk dýr og jurtir frá jökultíma. Náttúrufr.,
8, 1-16. *
Einarsson, Þorleifur. 1971. Jarðfræði. Reykjavík. 1—254.
Mörner, N.-A. 1971. A late Weichselian climate zone system for southern
Scandinavia and related areas. Geol. l'ör. Forhandl., 93, 236—238.
Thoroddsen, Þorvaldur. 1959. Ferðabók, 2. útg. Reykjavík.
Tómasson, Haukur. 1973. Hamfarahlaup í Jökulsá á Fjöllum. Náttúrufr., 43,
12-34.