Náttúrufræðingurinn - 1973, Blaðsíða 119
NÁTTÚRUFRÆÐINGU RIN N
107
2. mynd.
Theromyzon maculosum
(Rathke).
Fintak úr Kálfstjörn,
efra og neðraborð.
1
1 cm
urinn er á mótum 11. og 12. liðs, en paraðar gotraufar eru tveimur
hringjum aftar á dýrinu. Kynfæraop T. garjarvi eru eins, en ytri skyn-
totumar eru á innri hliðarmiðlínunni, og liturinn er grábrúnn með
ljósum blettum í sex röðum. Hjá T. tessulatum er getnaðarlimurinn á
mótum 1. og 2. hrings á 11. lið og stök gotrauf (vagina) er 4 hringjum
aftar. Grunnliturinn er grænn, en gulir blettir mynda sex raðir eftir
endilöngu dýrinu.
Á langflestum fundarstöðum tegundarinnar, hafa aðeins fundizt stök
eða örfá eintök, t. d. í Þýzkalandi, Póllandi, Eistlandi, Lettlandi, Sví-
þjóð, Sovétríkjunum og Assam (Pawlowski 1937, Lukin 1962, Lund-
blad 1917, Solem 1971). Aðeins við Moskvu og í tveimur norskum
vötnum hefur tegundin fundizt í nokkru magni (Fjeldsá 1971). I flest-
um ritum um fánu Evrópu er tegund þessi talin mjög sjaldgæf —
aðeins Pawlowski og Lukin telja, að hana sé ef til vill að finna víðar.
Undir þetta tekur Fjeldsá (1971), sem álítur að tegundin kunni að
vera algeng í norðlægum kalkríkum vötnum, þar sem fánan er enn
lítt kunn. Hins vegar má telja öruggt, að hún sé í raun og veru afar
sjaldgæf sunnar í álfunni, þar sem dýralíf hefur verið miklu betur kann-
að. Sennilega má skýra þessa suðlægu fundi þannig, að hér sé um til-
viljanakenndan flutning með öndum að haustlagi að ræða. Theromyzon-
tegundirnar, að T. mollissimum Grube undanskilinni, sjúga nefnilega