Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1973, Side 118

Náttúrufræðingurinn - 1973, Side 118
106 N ÁTTÚ RIJ FRÆÐI NGURINN í mjög kísilsnauðum vötnum (Jewell 1938). Á svo norðlægum slóðum sem íslandi getur hitastigið staðið tegundinni fyrir þrifum. Athyglis- vert er, að sambýlið við Skútustaði óx ekki fyrr en í júlíbyrjun úr æxli- knappi sínum, en aftur á móti gerist þetta í apríl í Þýzkalandi (Amdt 1928), og vitað er, að jafnvel þar ber minna á þcssum svampi í köldum sumrum. Hæðarmetið í Suður-Noregi er í 1175 m y. s. og er júlíhitinn þar sennilega svipaður og í Mývatni. Æxliknapparnir myndast á haustin innan í svampinum úr ósérhæfð- um tvíkjarna frumum. Um þessar frumur lykst skum úr spongíni og svampnálum. Þessi æxliknappamyndun er fyrst og fremst aðlögun að umhverfinu til að tryggja að tegundin tóri af veturinn. Æxliknapparnir eru mjög harðgerir, þeir þola langvarandi þurrka, og þeir þola frost a.m.k. í tvo mánuði, án þess að missa spírunarhæfnina. Þegar líður að hausti, deyr svampurinn, en grindin verður eftir. Með hækkandi hita að vori spírar æxliknappurinn og fyllir grindina á ný og myndar nýtt sambýli. Gögn frá Mývatni gætu bent til þess, að í þessu loftslagi sé svampurinn í dvala mikinn hluta ársins. B 1 ó ð s u g a n Theromyzon maculosum (Rathke) Hér á landi hafa fundizt tvær tegundir af blóðsuguættkvíslinni Theromyzon, en blóðsugur þessar lifa á blóði anda og annarra vatna- og vaðfugla (Bmun 1938). Tegundirnar eru T. tessulata (O. F. Miill- er), sem finnst mjög víða og T. garjarvi (Livanow), sem er miklu fá- gætari, og er þekkt frá Grænlandi, Islandi og Baikalvatni í Síberíu. Árið 1969 fundust báðar tegundimar mjög víða við Mývatn, einkum við Skútustaði, í Helgavogi og í Kálfstjörn, en T. garjarvi fannst einnig í næringarsnauðum mýrarpollum. Af T. maculosum fannst aðeins eitt ointak. Var það 8. 5. 1969 á hraunhellu við fjöruborðið í Kálfstjörn. Andablóðsugur em flatar, breiðleitar og mjúkar viðkomu. Augu era átta í tveim samhliða röðum. Líffæraskipan hefur verið lýst mjög ýtar- lega af Hotz (1938). Fullvaxin eintök af T. maculosum eru auðþekkjan- leg á litnum. Þau eru dökkbrún að lit, alsett ljósrauðum blettum á bak- inu, sérstaklega á aftari hring hvers liðs, og auk þess á hliðum aftara hrings hvers liðs. Neðri hliðin og báðar sogskálarnar eru gulflekkóttar. Orsmáar skyntotur liggja í sex röðum eftir bakinu. Þær yztu á ytri hliðarmiðlínunni. Dýr þessi eru tvíkynja (hermafrodit). Getnaðarlim- I
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.