Náttúrufræðingurinn - 1973, Page 118
106
N ÁTTÚ RIJ FRÆÐI NGURINN
í mjög kísilsnauðum vötnum (Jewell 1938). Á svo norðlægum slóðum
sem íslandi getur hitastigið staðið tegundinni fyrir þrifum. Athyglis-
vert er, að sambýlið við Skútustaði óx ekki fyrr en í júlíbyrjun úr æxli-
knappi sínum, en aftur á móti gerist þetta í apríl í Þýzkalandi (Amdt
1928), og vitað er, að jafnvel þar ber minna á þcssum svampi í köldum
sumrum. Hæðarmetið í Suður-Noregi er í 1175 m y. s. og er júlíhitinn
þar sennilega svipaður og í Mývatni.
Æxliknapparnir myndast á haustin innan í svampinum úr ósérhæfð-
um tvíkjarna frumum. Um þessar frumur lykst skum úr spongíni og
svampnálum. Þessi æxliknappamyndun er fyrst og fremst aðlögun að
umhverfinu til að tryggja að tegundin tóri af veturinn. Æxliknapparnir
eru mjög harðgerir, þeir þola langvarandi þurrka, og þeir þola frost
a.m.k. í tvo mánuði, án þess að missa spírunarhæfnina. Þegar líður að
hausti, deyr svampurinn, en grindin verður eftir. Með hækkandi hita að
vori spírar æxliknappurinn og fyllir grindina á ný og myndar nýtt
sambýli. Gögn frá Mývatni gætu bent til þess, að í þessu loftslagi sé
svampurinn í dvala mikinn hluta ársins.
B 1 ó ð s u g a n Theromyzon maculosum (Rathke)
Hér á landi hafa fundizt tvær tegundir af blóðsuguættkvíslinni
Theromyzon, en blóðsugur þessar lifa á blóði anda og annarra vatna-
og vaðfugla (Bmun 1938). Tegundirnar eru T. tessulata (O. F. Miill-
er), sem finnst mjög víða og T. garjarvi (Livanow), sem er miklu fá-
gætari, og er þekkt frá Grænlandi, Islandi og Baikalvatni í Síberíu.
Árið 1969 fundust báðar tegundimar mjög víða við Mývatn, einkum
við Skútustaði, í Helgavogi og í Kálfstjörn, en T. garjarvi fannst einnig
í næringarsnauðum mýrarpollum.
Af T. maculosum fannst aðeins eitt ointak. Var það 8. 5. 1969 á
hraunhellu við fjöruborðið í Kálfstjörn.
Andablóðsugur em flatar, breiðleitar og mjúkar viðkomu. Augu era
átta í tveim samhliða röðum. Líffæraskipan hefur verið lýst mjög ýtar-
lega af Hotz (1938). Fullvaxin eintök af T. maculosum eru auðþekkjan-
leg á litnum. Þau eru dökkbrún að lit, alsett ljósrauðum blettum á bak-
inu, sérstaklega á aftari hring hvers liðs, og auk þess á hliðum aftara
hrings hvers liðs. Neðri hliðin og báðar sogskálarnar eru gulflekkóttar.
Orsmáar skyntotur liggja í sex röðum eftir bakinu. Þær yztu á ytri
hliðarmiðlínunni. Dýr þessi eru tvíkynja (hermafrodit). Getnaðarlim-
I