Náttúrufræðingurinn - 1973, Blaðsíða 98
86
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
Ampharetidae
Burstaormar af ættinni Ampharetidae hafa um sig þunnar trefja-
pípur þaktar leðju eða samanlímdum utanaðkomandi ögnum (t. d.
skeljabrotum og sandkornum). Ormar þessir eru flestir fremur
stuttir (oftast 20—40 liðir). Bolurinn er greinilega tvískiptur. A lið-
um frambolsins (thorax) eru baktotur með hárfína bursta og kvið-
lægir þvergarðar (sem svara til kviðtotna) með krókbursta. A aftur-
bol (abdomen) eru engir baklægir burstar. A framenda eru 3—4
pör af stinnum, fingurlaga tálknum, og framan við þau eru margir
þráðlaga angar, sem geta dregizt inn í munninn. Til hvorrar hliðar,
framan við tálknin, eru oftast búnt af löngum burstum, sem vita
fram.
Ampharete finmarchica (M. Sars) 1864
Fundarstaður (2. mynd):
Langanesflak, 66° 28', 13° 53' V, dýpi 146—130 m, 1. maí 1971.
Botnvarpa. Rannsóknaskipið Hafþór, st. H. 8/71 — 10. Safnandi
Jón Bogason. Eitt eintak án pípu, lengd um 25 mm.
Wesenberg-Lund (1950) getur þess, að eintak Jressarar tegundar
hafi náðst djúpt úti af Snæfellsnesi: 64° 42' N, 27° 43' V, dýpi
802 m.
Helztu einkenni ættkvíslarinnar Ampharete eru: Krókburstar á
12 frambolsliðum. Litlar eða engar baktotur á afturbol. Munnang-
ar nöbbóttir. Framstæðir burstar á 3. lið vel þroskaðir.
Tvær tegundir af þessari ættkvísl eru áður þekktar hér við land,
Ampharete goesi Malmgren og Ampharete acutifrons (Grube)
(Wesenberg-Lund 1951). Ampharete finmarchica (7. mynd) þekk-
ist frá þeim báðum á því, að kviðtotur afturbolsins vantar kvið-
læga anga. Á afturbol eru 12—13 liðir með krókbursta, sem hafa
2—3 tannaraðir með 6—8 tönnum. í þykkri leðjupípu, sem oft er
ísett sandkornum, skeljabrotum o. s. frv. Tegundin er útbreidd um
norðurhöf og hefur fundizt frá mjög grunnu vatni allt út á 3000
m dýpi. Um lífshætti er lítið sem ekkert vitað.
Serpulidae
Burstaormar af ættinni Serpulidae eru mjiig auðþekktir á kalk-
pípum þeim, sem þeir gera um sig (kalkpípuormar). Ormarnir