Náttúrufræðingurinn - 1973, Blaðsíða 87
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
75
með á mynd 1. Fyrstu aldursmælingar á þessu brezka bergi bentu til
breytilegs aldurs frá 30 til yfir 70 millj. ára, en nýrri mælingar virðast
hafa þrengt það bil í 50—60 milljónir.
Svipaðs aldurs gæti hugsanlega verið eldstöð, sem gosið hefur basalt-
ösku þeirri, er finnst í jarðlögum í Danmörku. Hafa vísindamenn í því
sambandi augastað á svæði norðvestantil í Skagerrak, þar sem meiri-
háttar óreglur í segul- og þyngdarsviði gætu orsakast af eldstöð undir.
(Sharma 1970).
Myndun N-Atlantshafs:
Með hliðstjón af fyrmefndum niðurstöðum og athugunum á aflöng-
um segulsviðstraflunum, lögun meginlandanna, tektoniskum kortum og
öðrum upplýsingum, hafa eftirfarandi kenningar komið fram um
myndunarsögu Norður-Atlantshafsins (Laughton o. fl. 1972; Pitman
og Talwani 1972; Vogt o. fl. 1970):
Hafið byrjaði að opnast (ef til vill öðru sinni) milli Afríku og N-
Ameríku fyrir 180—200 millj. árum, en Evrópa og Grænland tóku ekki
að hreyfast frá N-Amcríku fyra en fyrir rúmlega 80 millj. árum. A
meðan lá Rockall-banki syðst við austurströnd Grænlands.
Gliðnunarhreyfingin í N-Atlantshafi breytti síðan nokkuð um stefnu
fyrir 60—65 millj. ára, vegna þess að j>á hófst gliðnun jarðskorpunnar
milli Evrópu og Grænlands, allt til Noregshafs (Mohns hryggur) og Is-
hafsins.
Lengi vel síðan, eða þar til fyrir 40—50 millj. ára, færðist Grænland
hægt til norðausturs miðað við meginland N-Ameríku, og landrek frá
Mið-Atlantshafsihrygg hélt áfram. Rek Grænlands hætti svo um þetta
leyti, er Baffinflói og Davissund höfðu náð núverandi stærð sinni. Hefur
síðan öll rekhrcyfing í norðanverðu Atlantshafi verið í átt frá [>ví
hryggjakerfi, sem sýnt er í mynd 1.
Ýmsir telja drifkraftinn að baki landreksins eiga meginaðsetur í stað-
bundnu varmauppstreymi undir Islandi, en annar slíkur „heitur stað-
ur“ undir Davissundi hafi annaðhvort dáið út fyrir 40—50'millj. ára
eða flutzt þaðan hingað.