Náttúrufræðingurinn - 1973, Blaðsíða 111
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
99
3. mynd. Sœeðla (Amblyrhynchus cristatus).
sér hafið mikla, sem blasti við í vesturátt. Þá voru skip Inkanna þannig
gerð, að strengd voru selskinn á trégrind. A einni slíkri fleytu lagði
hann út á Kyrrahafið með nokkra menn um borð. Þeir sigldu síðan úr
landsýn, en hve langt þeir hafa farið veit enginn. Þeir komust heirn
aftur og voru þá sigri hrósandi, því að þeir kváðust hafa siglt fram hjá
stórum eyjaklasa. Skírði konungur eina af eyjum þessum og nefndi:
Nína Chumbi, en það þýðir hin brennandi eyja. Er það álit flestra, að
eyjaklasinn, sem konungur sá, hafi verið Skjaldbökueyjar.
Þegar Spánverjar komu löngu seinna til Ameríku, var þeim sögð
sagan um ferðalag Inkakonungsins. Eftir að Spánverjar höfðu sigrað
Inkana, tóku þeir sig til og fóru að leita að ,,hinni brennandi eyju“,
því að þeir þóttust sannfærðir um, að Inkarnir hefðu komið undan
miklu af gulli og gersemum og falið á þessum afskekktu eyjum í Kyrra-
hafi. En þeim tókst ekki að finna eyjarnar. Það er ekki fyrr en árið
1535 að þær finnast af hreinustu tilviljun. Það atvikaðist þannig, að
Karl keisari fimmti skipaði Thomas de Berlanga, sem var biskup yfir
Panama, að fara til Perú og gefa sér skýrslu um ástandið í landinu.
Biskupinn og menn hans fóru sjóleiðina. En veðrið var þeim ekki
hagstætt; þeir lentu í straumum, sem bar þá langt á haf út og drykkjar-
vatnið þraut. Það glaðnaði því heldur en ekki yfir þeim, er þeir sáu