Náttúrufræðingurinn - 1973, Blaðsíða 116
104
NÁTTÚ RU FRÆÐIN GU R1 N N
fjöruborðinu í tjömunum rétt sunnan Skútustaða. Sambýlin voru lítil,
allt að 6—7 cm2 að flatarmáli, flest um 0.5 cm að þykkt og mynduðu
gulleitt hrúður á yfirborði steinanna. Þau voru að mcstu leyti mynduð
úr dauðum spongínleifum og kísilnálum en þar á milli var talsvert af
spírandi æxliknöppum (gemmulae). Við síðari athugun á botnsýnum
frá Grímsstöðum, Hjálmutanga, Niðurnesi, Skáley, Eyjatjörnum og
Hrauneyjartjörnum fundust ennfremur sjálfstæðir æxliknappar. Þá
fundust æxliknappar einnig i lirfuhúsum vorflugu, Limnophilus decipi-
ens (Kolenati), frá Kálfstjöm. Öll eintökin reyndust vera Spongilla
lacustris (L.).
Vatnasvampar eru linir og óreglulegir í lögun. Þeir eru botnsætnir
(sesSÍl) og eru auk þess oft grænir að lit, svo að menn álitu áður fyrr,
að hér væri um plöntur að ræða. Þeir eru mjög einfaldir í byggingu, án
líffæra, tauga eða vöðva — eiginlega aðeins frumuhópur styrktur
prótíntrefjum (spongín) og kísilnálum. Næringu taka þeir til sín með
því að sía lífrænar agnir úr vatninu.
Ættin Spongilla þekkist á því, að nálarnar í frauðkenndu yfirborðs-
lagi æxliknappsins eru staflaga og hrjúfar. Hjá S. lacustris em æxli-
knapparnir einir sér, aldrci í hópum, og op þeirra eru aldrei stútlaga.
Sjálfur svampurinn er samansettur af tvenns konar kísilnálagerðum;
annars vegar stórum, beinum og sléttum nálum (megasclera) í aðal-
grindinni, og hins vegar smáum, hrjúfum og dálítið bognum nálum
(microsclera), sem em dreifðar um frumumassann (parenchym).
Tegundin er þar að auki auðgreind á því, að spongínið leysist ekki
upp í kalílút, og þekkist hún þannig frá annari evrópskri tegund,
Spongilla jragilis Lamarck. Stórnálarnar úr sambýlinu við Skútustaði
voru að meðaltali 260 p á lengd. Þetta samsvarar alveg hliðstæðum mæl-
ingum á norskum (Arndt 1931, Ökland 1964), og þýzkum (Arndt
1928) sambýlum. Æxliknapparnir mældust að meðaltali 550 1^ í
þvermál, sem samsvarar norskum og þýzkum mælingum, en er meira
en danskar mælingar (287—416 fx skv. Berg et al 1948). Spongilla
lacustris finnst um alla Evrópu norður á móts við 69°N (Tromsö,
Enare) og um mestalla Asíu. Þá finnst hún bæði í Norður- og Suður-
Ameríku. í Mið-Evrópu og á Bretlandseyjum er hún mjög algeng,
en verður strjálli eftir því sem norðar dregur á Norðurlöndum (Arndt
1928, 1932, Illies 1967, Ökland 1964).
Tjamimar við Skútustaði eru gróðursælar, en samt ekki nærri því
eins frjósamar og sjálft Mývatn. Þann 7.7. 1969 mældist vatnshiti tjarn-