Náttúrufræðingurinn - 1973, Blaðsíða 99
NÁTTÚRUFRÆÐ ÍNGURINN
87
7. mynd. Ampharete finmarchica: a. framendi frá vinstri lilið, b. framendi að ofan
(armar fjarlægðir), c. endi frambursta, d. 1. fóttota afturbols, d. 12. (næstaftasta)
fóttota afturbols, e. krókbursti af afturbol, að framan og á hlið. Eintak frá 66°
28'N, 13° 53'W, 1. 5. 1971.
lifa áfastir við ýmiss konar undirlag, steina, önnur dýr og þörunga.
Angar á framenda mynda trektlaga krans, en flestar tegundir hafa
auk þess einn ummyndaðan anga, er myndar loku (operculum),
sem lokar pípuopinu, þegar ormurinn dregur sig inn í pípuna.
Ýmsar tegundir af þessari ætt eru afar algengar hér við land.
Margir munu kannast við tegundir af ættkvíslinni Spirorbis, sem
oft eru í miklu magni á þangblöðkum í fjörum og mynda sérkenni-
legar, flatar, uppundnar pípur. Tvær fremur stórvaxnar tegundir
eru mjög algengar allt í kring um land, Hydroides norvegica
Gunnerus, sem myndar sívalar óreglulegar pípur, og Pomatoceros
triqueter (Linné), sem er í þrístrendum pípum.
Chitinopoma groenlandica (Mörch) 1863
Fundarstaðir (I. mynd):
1. Kópavogur, 28. marz 1971. Við bryggju á Kársnesi. Á öðu
(Modiolus modiolus) og hrúðurkörlum (Balanus crenatus) við