Náttúrufræðingurinn - 1973, Blaðsíða 121
N AT T Ú RU F RÆÐINGURINN
109
3. myncl. Plumlella fungosa (Pall.). A. „Fungosa" gerð, yfirborð og snið gegn-
um sambýlið. B. „Repens“ gerð.
staklingur býr í pípu eða hólfi og aflar sér smásærrar fæðu úr vatninu
með fálmurum, sem mynda skeifulagaðan krans.
Ættkvíslin Plumatella er ein sú mikilvægasta í vötnum Evrópu. Al-
gengustu tegundir hennar eru P. fruticosa (Allman), P. emarginata
(Allman), P. repens (L.) og P. fungosa (Pallas). Eftir öllum sólar-
merkjum að dæma ætti P. repens einnig að finnast hér á landi (Illies
1967), en hún er algeng í Skandinavíu, einnig langt norður fyrir
heimskautsbaug. Fundur P. fungosa hér á landi er mjög athyglisvcrð-
ur, þar sem þessi tegund finnst yfirleitt ekki svo norðarlega.
Plumatella má þekkja á því, að hún myndar greinótt eða klasalaga
sambýli með þéttu kítini í pípuveggjunum. Kynlausir dvalhnappar
(statóblastar) eru tvenns konar: fastvaxnir eða lausir. Dvalstigin þekkj-
ast frá öðrum ættkvíslum á því, að þau eru ekki útdregin í oddinum og
án randsettra gadda. P. fungosa má fyrst og fremst greina á vaxtarlag-
inu, pípumar em vaxnar saman á hliðunum og mynda eins konar
kúlu. Pipurnar era nokkru víðari en hjá hinum tegundunum.
Vaxtarlag tegundarinnar getur verið margbreytilegt (3. mynd). Á
norðurslóðum eru skriðular (,,repens“) og svepplaga (,,fungoid“) gerð-
ir algengastar, en einnig finnst viftulaga (,,flabella“) gerð. Að vísu
eru ekki nein skörp skil á milli „fungoid“ og ,repens“-gerðanna og
kúlulaga sambýli eru skriðul við jaðrana. Sambýlin við Mývatn voru