Náttúrufræðingurinn - 1973, Blaðsíða 123
N ÁTTÚRUFRÆÐIN GURINN
111
margar tegundir af liðormum, stórum krabbadýrum, mýflugum, dæg-
urflugum, bjöllum og lindýrum.
Tegundafátæktin stafar eflaust af einangrun Islands í Norður Atlants-
hafi. Fáar tegundir geta því náð hingað af eigin rammleik og á sér
því stað mikið tegundaval, þar sem tegundirnar eru mishæfar til þess
að dreifa sér.
Þær þrjár tegundir, sem hér hefur verið getið, virðast allar hafa
borizt til landsins á sama hátt. Hafa þær að líkindum borizt hingað
með fuglum. Sérstaklega á þetta við um svampinn og mosadýrið, sem
bæði dreifa sér á dvalarstiginu. Lirfur þeirra eru sjaldgæfar og þar að
auki viðkvæmar, en dvalknappamir og æxliknapparnir eru miklu harð-
gerari og þola vel þurrk. Svampar dreifa sér stundum með lausum
dvalknöppum en hitt er þó oftar, að margir dvalknappar dreifast sam-
an með dauðum svampgrindum. Mosadýrin berast aðallega með dval-
knöppum. Þeir festast ásamt leðju og óhreinindum í fiðri og á fætur
fugla. Einnig geta dvalknappar borizt með vindi, en raunvemleg út-
breiðsla um langa vegu, eins og frá Bretlandseyjum til íslands, hefur
að öllum líkindum átt sér stað með fuglum. Theromyzon maculosum
hefur ekkert dvalastig en berst með fuglum, þegar hún sýgur blóð úr
öndunarfærum þeirra.
Þessi útbreiðslumáti er vel kunnur (Wesenberg-Lund 1938, Gislén
1948), en engin kerfisbundin rannsókn á mikilvægi hans hefur farið
fram. Það væri mjög fróðlegt að gera nákvæma athugun á öllum þeim
óhreinindum, sem þær liðlega 30.000 endur, sem koma til Mývatns á
hverju vori, bera með sér á fótum, í fiðri og í öndunar- og meltingar-
fæmm.
Það em ekki eingöngu svampar og mosadýr, sem berast með dvala-
stigum. Einkum eru dvalaegg (ephippia) vatnaflónna (Cladocera)
velþekkt. Ef við berum saman íslenzku vatnafánuna við meginlands-
fánuna, em þær tegundir, sem hafa harðger dvalastig, mest áberandi á
Islandi.