Náttúrufræðingurinn - 1973, Blaðsíða 84
72
N ÁTT Ú RUFRÆÐ I N G U R1 N N
Leó Kristjánsson:
Lítið eitt um djúpsjávarboranir og aldur
Norður-Atlantshafsins
Boranir:
Á árinu 1964 hófst samvinna nokkurra bandarískra hafrannsókna-
stofnana um boranir niður í botn úthafanna. Var í þessu skyni byggt
skip sérstaklega útbúið til slíkra borana, Glomar Challenger, og hefur
það nú siglt um öll licimshöfin og borað yfir 300 holur. Með síendur-
bættri bortækni hafa holurnar orðið dýpri og dýpri, og hafa sumar
þeirra náð mcira en 600 metra niður í hafsbotninn. Yfirleitt er borað í
setlög, þar eð mun auðveldara er að ná kjörnum úr þeim en gos-
bergi; hafa yfirleitt ekki náðst ncma nokkrir metrar af því, þar sem það
hefur orðið fyrir bornum. Sjaldan nást þó heillegir setlagakjamar, og
á stöðum, þar sem lin og hörð lög skiptast á, skolast gjaman þau linari
burt með kælivatni borsins.
Borstaðir eru valdir með það fyrir augum að geta veitt sem mestar
jarðfræðilegar upplýsingar, og kjarnarnir eru rannsakaðir mjög ýtar-
lega, einkum leifar lífvera í þeim, lagskipting, kornastærð og efni berg-
kornanna. Þcgar hafa fcngizt mjög mcrkar niðurstöður um uppmna og
aldur þessara setlaga, veðurfar og hafstrauma á jarðsögulcgum tíma,
lífvemr úthafanna og sögu hafsbotnanna. í síðastnefnda tillitinu hafa
niðurstöður borananna haft mikla þýðingu fyrir nútíma kenningar um
landrek.
I Norður-Atlantshafi vom boraðar nokkrar holur sumarið 1970, og
er lega þeirra sýnd á mynd 1. Niðurstöður athugana á borkjörnum
hafa nýlega birzt (Laughton o. fl. 1972). og verða sumar þær helztu
nefndar hér að neðan.
Borstaður 111 var á 1800 m dýpi á Orphan-hæðinni utan land-
grunns Nýfundnalands. Hún var talin vera meginlandsbrot, sem upp-
haflega hefði tekið þátt í reki Evrópu frá Norður-Ameríku, en „dagað
uppi“ á leiðinni. Efstu lög botnsetsins þarna reyndust vera jökulleir og
smáþömngar, sem staðfestu niðurstöður af landi um það, að jökul-