Náttúrufræðingurinn - 1973, Blaðsíða 64
56
NÁTTÚRU FRÆÐÍNGURINN
TAFLA 1.
Tímasetning atburða á siðjökultíma.
C14-ár Nafn tímabils Viðburðir
Nútími
Búðaskeið Framrás jökuls niður fyrir Vesturdal Dyngjugos í Stóra-Víti, sjávarstaða komin í núverandi horf
1 1-7*0 Alleröð Hæst sjávarstaða
Álftanesskeið Framrás jökla, jökulplægt landslag í Axarfirði og Núpasveit
Skeljaleifar í Röndinni, sjávarmál liærra en nú
Ártölin eru tekin eftir Mörner (1971) og þýða íyrir 1950.
sönnun þess finnst norður við Kópasker, en þar er kunnugt um
skeljar í sjávarseti, sem jökull hefur ýtzt yfir (Jóh. Áskelsson 1938).
Aldur skeljanna hefur verið ákvarðaður (Þorl. Einarsson 1971) og
sýnir sig, að þær eru frá hlýindakafla fyrir Alftanesskeið. Álftanes-
skeiðið var kuldaskeið og má ætla, að jökulplægða landslagið sé frá
þeim tíma. Stóra-Vítishraunið er yngra en Alftanesskeið, sem ráða
má af því, að Áshöfði er jökulplægður frá SA til NV, en hraunið,
sem að honum liggur, ekki. í töflu 1 eru dregnar saman iielztu
niðurstöður um tímaröð atburða á síðjökultíma á þessu svæði.
Jökulrákir eða straumrákir.
í ljósi þeirrar vitneskju, sem við höfum aflað okkur með athug-
unum á heiðinni og víðar í umhverfi Ásbyrgis, skal loks hugað
nánar að rákunum í Eyjunni og jrar í kring. Eins og ég gat um í
upphafi má finna þarna gnúðar klappir, sem eru í engu frábrugðn-
ar jökulsorfnum klöppum. Einkum á þetta við um einstakt holt