Náttúrufræðingurinn - 1973, Blaðsíða 129
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
117
skoðendur voru endurkjörnir þeir Eiríkur Einarsson og Magnús Sveinsson og
varaendurskoðandi Gestur Guðfinnsson.
Formaður bar upp eítirfarandi tillögur stjórnar um lagabreytingar:
7. gr. orðist svo í lokin: . . . Til þess að lagabreytingar öðlist gildi, þurfa þær
að vera samþykktar með minnst % atkvæða. Þó má livorki breyta ákveeðum
2. gr. né 10. gr.
10. gr. Ný grein: Hœtti félagið störfum, skulu eignir þess renna til Náttúru-
fueðistofnunar Islands (Náltúrugripasafnsins).
Greinargerð: í bréfi ríkisskattstjóra, dags. 3. marz 1972 var félaginu veitt
viðurkenning santkv. 36. gr. reglugerðar nr. 245/1963 um tekjuskatt og eignar-
skatt varðandi gjafir gefnar á árunum 1968—1972. Sett eru ýmis skilyrði i'yrir
slíkri viðurkenningu, m. a. að við lög félagsins verði bætt nýrri grein um,
livernig ráðstafa skuli eignum félagsins, liætti það störfum. Ennfremur það
skilyrði, að hvorki ntegi breyta ákvæðum 2. gr., um tilgang félagsins, né heldur
ákvæðunt liinnar nýju greinar, unt ráðstöfun eigna.
Tillögur þessar um lagabreytingar voru samþykktar. Lög félagsins, eins og
þau eru nú, eru prentuð í lok ársskýrslu.
Þá bar formaður fram tillögu frá stjórninni um hækkun árgjalds úr 300 kr.
í 400 kr. og var hún samþykkt einróma.
í lok fundarins urðu nokkrar umræður urn störf félagsins, ferðir og útgáfu-
starfsemi. Að loknum lundi voru sýndar geislamyndir úr ferðum félagsins á
síðastliðnu sumri.
Samkomur
Á árinu voru haldnar 6 fræðslusamkomur í 1. kennslustofu Háskóla íslands.
Á samkomunum voru að venju flutt erindi um ýmis náttúrufræðileg cfni og
sýndar skýringarmyndir. Á eftir erindunum urðu jafnan nokkrar umræður.
F'yrirlestrar og erindi voru sem hér segir:
Janúar: Arnþór Garðarsson, dýrafræðingur: Um lieiðagæsina í Þjórsárverum.
Febrúar: Hrafnkell Eiríksson, fiskifræðingur: Um leturhumar við ísland.
Marz: Sveinn Jakobsson, jarðfræðingur: Ferð unt þjóðgarða í Bandaríkjunum.
April: Markús Á. Einarsson, veðurfræðingur: Urn geislun sólar og uppgufun
á íslandi.
Október: Leilur Símonarson, jarðfræðingur: Um steingervinga úr Tertíerlög-
um á Vestfjörðum.
Nóvember: Leó Kristjánsson, jarðeðlisfræðingur: Um blágrýtissvæðin við
Baffínflóa.
Samkomurnar sóttu alls 473 manns eða tæplega 80 að meðaltali. Flcstir voru
fundarmenn 140 (tvisvar), en fæstir 29.
Dagana 10,—16. júní fór frarn í Reykjavík alþjóðlegt fuglafræðingaþing. Að
þinginu stóðu Náttúrufræðistofnun íslands, Háskóli íslands og Samband
brezkra fuglafræðinga (British Ornithologists’ Union). Félögum Hins íslenzka
náttúrufræðifélags var gefinn kostur á að sækja þingið, og notfærðu allmargir
félagsmenn sér það.