Náttúrufræðingurinn - 1995, Síða 7
1. tafla. Flokkun kjaftagelgna með hliðsjón af tegundum sem fundist hafa við Island fram
til ársins 1991. Byggt á Gunnari Jónssyni (1992).
Yfirflokkur: Kjálkadýr (Gnathostomata)
Flokkur: Beinfiskar (Osteichtyes)
Ættbálkur: Kjaftagelgjur (Peduculati (Lophiifonues)) Fjöldi fúnda
Ætt: Skötuselsætt (Lophiidae)
Skötuselur (Lophius piscatorius L., 1758) algengur
Ætt: Frenjuætt (Caulophrynidae)
Frenja (Caulophiyne polynema Regan,1930) 1
Ætt: Lúsíferaætt (Himantolophidae)
Lúsíl'er (Himantolophus groenlandicus Reinhardt, 1837) 45
Litli lúsífer (//. mauli Bertelsen & Krefft,1989) 1
Ætt: Hyrnuætt (Oneirodidae)
Slétthyma (Chaenophryne longiceps Regan,1925) 2
Oddhyma (Oneirodes anisacanthus (Regan, 1925)) 1
Ljóshyma (O. carlsbergi (Regan & Trewavas, 1932)) 1
Svarthyrna (O. eschrichtii Liitken, 1871) 5
Broddhyma (O. macrosteus Pietsch, 1974) 1
Gaddhyma (O. myrionemus Pietsch, 1974) 1
Ætt: Sædjöflaætt (Ceratiidae)
Sædjöfull (Ceratias holboelli Kroyer, 1845) 52
Surtur (Ciyptopsaras couesi Gill, 1883) 41
Ætt: Trjónunefsætt (Gigantactinidae)
Trjónunefur (Gigantactis vanhoeffeni Brauer, 1902) 4
Ætt: Surtluætt (Linophrynidae)
Surtla (Linophryne lucifera Collett, 1886) 7
Surtlusystir (L. coronata Parr, 1927) 5
Skagasurtla (L. algibarbata Watennan, 1939) 3
Samtals (nema skötuselur) 169
fiskabúri á Náttúrugripasafni Vestmanna-
eyja (Gunnar Jónsson 1976). Sá viðburður
er merkilegur því erfitt liefur reynst að
halda djúpsjávarfískum á lífi í búrum. Til
er kvikmynd sem sýnir háttemi lúsífersins
í búrinu. Að öðm leyti hefúr lítið verið
ritað á íslensku um djúpsjávarfiska. Helst
má benda á grein Hennanns Einarssonar
(1952) um sædjöfla í Náttúrufræðingnum.
■ ÓFRÝNILEG KVIKINDI
EÐA AÐDÁUNARVERÐ?
Við fyrstu kynni kann mörgum að lítast
illa á kjaftagelgjurnar. Þær em oftast kol-
svartar, kjaftstórar, búnar beittum tönnum,
með slepjulegt roð og torkennilega útvexti
úr hausnum (1. og 2. mynd). Og ekki bæta
nafngiftimar úr skák: sœdjöflar, surtar,
gaddhyrnur, frenjur og lúsíferar. Óhugn-
anleg nöfnin em svo sem í fullu samræmi
við meint útlit skepnanna (3. mynd), sem
einnig hefur verið líkt við sprungnar
leðurtuðmr (sbr. enska heitið „football
fish“ yfir lúsífer). En ekki er allt sem
sýnist. Við nánari eftirgrennslan kemur
upp úr kafinu að þessi dýr búa yfir ýmsum
aðdáunarverðum aðlögunum sem gera þau
hæf til að komast af við erfiðar aðstæður í
hafdjúpunum.
Djúphafslífi fylgja ýmsir erfiðleikar.
Uppvaxnar kjaftagelgjur halda sig á mið-
úthafsdjúpinu (200-1000 m dýpi) og eink-
um á úthafsdjúpinu (1000-4000 m dýpi),
en helstu sérkenni þessara búsvæða, sem
169