Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1995, Page 9

Náttúrufræðingurinn - 1995, Page 9
geislabera (kjölfesta stangarinnar). Sumar kjafitagelgjumar, þ. á m. lúsifer, geta hreyft veiðistöngina talsvert fram og til baka með vöðvaafli. Meðal annars hefur sést til lúsífers sveigja stöngina um fullar 180°, þ.e. frá baki og fram fyrir haus, þannig að þræðirnir á stönginni dingluðu rétt fyrir framan kjaftinn. Veiðistönginni sveiflaði Iúsíferinn í hrinum, nálægt sex sinnum á mínútu, með hvíld á milli. Sveiflutíðnin reyndist vera í takt við öndunarhreyfmgar tálknlokanna (Bertel- sen og Krefft 1988) sem bendir til heldur einfaldrar taugastjómunar, enda þykir miðtaugakerfi kjaftagelgna ekki mjög vel þroskað. Ekki er veiðistöngin í stöðugri notkun heldur hvílir fiskurinn veiðarfærið ofan í þar til gerðri gróp sem liggur aftur eftir bakinu miðju (sbr. 3. mynd). í fiskabúrinu í Vestmannaeyjum virtist lúsíferinn nota stangarþræðina til að þreifa fyrir sér (2. mynd, Gunnar Jónsson 1976), sem bendir til að þræðimir séu búnir snertiskyni og sjálfráðri vöðvastjóm. Sennilegra er þó að hreyfíngar þráðanna, sem bærast til eins og liðugir snákar, séu ósjálfráðar og stafi af iðustreymi. Um snertiskyn í þráðunum er lítið vitað, en á hinn bóginn er lúsífemum illa við káf á sporði, hann bregst eldsnöggt við og glefsar að viðkomandi (Bertelsen og Krefft 1988). Ljósabúnaðurinn á veiðistönginni gmndvallast á þremur þáttum (4. mynd): a) ljósgjafa, sem er ljósapera (miðlægt holrúm) og perustæði (pípulaga kirtil- frumur) fyllt bakteríum; b) tveimur ljós- leiðumm og c) nokkmm speglum, þ.e. silfurlitum þráðarendum. Ljósgjafínn er að mestu skermaður af með dökku, ógegn- sæju húðlagi, nema efst þar sem við tekur gegnsæ himna. Þar skín ljós úr perunni. Næst húðlagi skennsins er æðaríkt miðlag sem inniheldur einnig nokkuð af vöðvatrefjum. Innst er skermurinn þakinn spegilfrumum, þ.e. sérstökum frumum með kristöllum, sem magna upp Ijósið og endurvarpa því. Svipaðar spegilfrumur er að finna í veggjum röranna inni í ljós- leiðurunum, sem annars eru fylltir glæru og seigu veíjarefni. Að utan eru leiðaramir klæddir dökkri, ógagnsærri húð, nema á endunum, þar er húðin gagnsæ. Ljósið berst því frá perunni, upp í gegnum leiðarana og flæðir loks út um endana. Leiðslu Ijóss af þessu tagi er ekki að fínna í öðrum greinum eða þráðum veiðistang- arinnar. Hinir silfruðu þráðarendar, sem eru á nær öllum greinum og þráðum, glitra hins vegar vegna endurvarps birtunnar frá ljósgjöfunum. Það hlýtur að vera tilkomumikil sjón að líta augum lúsífer með upptendraðan ljósabúnað í myrkviðum hafdjúpanna. Kannski eilítið draugalegt, þar sem líf- ljóminn er í senn bláleitur (blár, blágrænn og yfir í grænbláan) og kaldur. Blái og blágræni liturinn eru reyndar allsráðandi hjá fjölmörgum sjávardýmm sem ráða yfír lífljómun, einkum hryggleysingjum. Þetta 4. mynd. Gerð Ijósabúnaðarins á veiði- stöng lúsífers. Teikning Finnur J. Malm- quist. Byggt á Bertelsen og Krefft (1988). 171

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.