Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1995, Page 12

Náttúrufræðingurinn - 1995, Page 12
6. mynd. Beinagrind lúsífers. A hiygna (14,8 cm), B hœngur (5,6 cm). Bein eru rýr og mjúk og rifbein vantar. Byggt á Bertelsen og Krejft (1988). rifbein í lúsíferinn (6. mynd), og jafnframt er minna um beinefni í beinum þeirra en gengur og gerist meðal físka. Bein kjafta- gelgnanna eru þess vegna mjúk og sveigjanleg. Kjaftagelgjumar em auk þess mjög vöðvarýrar, sem sést ágætlega þegar þær hafa ekki sjóinn til styðjast við en þá fletjast þær út líkt og spmngnar tuðmr. Með sundmagaleysinu hafa kjaftagelgj- urnar sparað heilmikla orku, því það krefst mikillar orku að fylla sundmagann af lofti undir þrýstingi í úthafsdjúpinu, á 1000- 3000 m dýpi þar sem þrýstingur er á bilinu 100-300 loftþyngdir. ■ karlkrílin Ekki skal sagt skilið við kjaftagelgjumar án þess að íjalla eilítið um hængana, sem á fullorðinsstigi eru verulega frábmgðnir fullvaxta hrygnum. A lirfustigi em kynin mjög áþekk í útliti og lífsháttum. Bæði hængar og hrygnur lifa fýrst um sinn í efsta lagi sjávarins, ljóstillífunarlaginu (0-50 m dýpi), en þangað hafa frjóvguð egg borist neðan úr hafdjúpinu. I yfír- borðslaginu er gnægð fæðu og hentugt hitastig fyrir uppvöxt smáfískanna. Það getur verið allt að hundraðfaldur munur á lífþyngd svifátu í yfirborðslaginu (500 mg/m3) og í úthafsdjúplaginu (5 mg/m3) á 3000-4000 m dýpi. Hitastigsmunur á milli þessara sjávarlaga getur verið ríflega tvöfaldur, þ.e. frá 10-20°C í yfírborðs- laginu og niður í 4-8°C í djúplaginu. Eftir að hafa dvalið nokkur ár í efri lögum sjávarins færa fiskarnir sig niður í djúpið. Eftir búsvæðaskiptin myndbreytast hrygnumar og taka á sig fullorðinsútlit. Vöxtur heldur áfram og að nokkmm ámm liðnum verða þær kynþroska. Hængamir taka einnig myndbreytingum en ekki neitt í líkingu við hrygnurnar. Það er helst að bolurinn lengist eilítið. En þar við situr hjá þeim. Hjá hængunum þroskast fátt annað 174

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.