Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1995, Page 19

Náttúrufræðingurinn - 1995, Page 19
4. mynd a. I júlímánuði árið 1789 féll bergskriða úr Lómagnúpi (sbr. Haukur Jóhannesson 1984) og er hún ein örfárra slíkra sem þekktar erufrá sögulegum tíma. Eins og sjá má á myndinni er urðartungan við fjallsrótina marflöt og ólík hinum forsögulegu berghlaupum. Ljósm. Agúst Guðmundsson. ekki berghlaup. Margir sem rannsakað hafa tilsvarandi urðarbingi í íjöllum hafa tjáð sig um þau fyrirbæri sem Howe lýsti og kenningar hans, og niðurstaðan er yftr- leitt hin sama. „Although rock glaciers frequently are mistaken for landslides, this theory has been generally abandoned“ (lauslega snarað: Þótt urðarjöklar séu oft ranglega greindir sem bergskriður hefur þessi kenning (Kenning Howes) yfirleitt verið lögð á hilluna (Giardino og Vick 1987). Þó má ekki vanmeta vægi berg- hlaupa við myndun urðarjökla þar sem ógrynni smárra berghlaupa og grjóthrun safnast saman í hauga og gefur oft megnið af urðinni sem sígur fram í urðarfeldi, sem fellur þá oftast undir skilgreiningu urðar- jökuls eða urðarsils (rock glacier eða rock streatn). Jakob H. Líndal Hér heima á íslandi rannsakaði Jakob H. Líndal (1880-1951) búnaðarráðunautur og bóndi jarðfræði um ljöll og dali á Norð- 4. mynd b. A myndinni sést hvar bergstálið hefur brotnað, hrapað niður og myndað flata urðartungu, um 800 m breiða. Birt með leyfi Landmælinga Islands. 181

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.