Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1995, Side 20

Náttúrufræðingurinn - 1995, Side 20
urlandi. Framlag hans til jarðfræðiþekk- ingar á Islandi er merkilegt þótt umræða um uppgötvanir hans færi hljótt enda birti hann ekki margt á prenti. Hann ritaði greinargóðar dagbækur um athuganir sínar og voru þær gefnar út að honum látnum. Jakob hafði stundað nám og rannsóknar- störf í búvísindum í Noregi og við Land- búnaðarháskólann í Kaupmannahöfn á ár- unum 1906-1910. Eftir að hann kom heim fór hann að starfa við gróðrarstöðina á Akureyri og veitti henni forstöðu árin 1910-1917 að hann gerðist bóndi á Lækja- móti í Húnaþingi. Hann var vel læs á ensku og þýsku auk norðurlandamálanna og er liklegt að hann hafí á þessum árum drukkið í sig nýjustu strauma í jarðfræði, svo sem berghlaupakenningar. Arið 1936 birtir Jakob grein í Náttúru- fræðingnum þar sem hann lýsir því að hann sé ósammála skoðunum Þorvaldar Thoroddsen um að Vatnsdalshólar séu fomar jökulurðir, heldur sé þarna um að ræða forsögulegt berghlaup. Færði hann mörg gild rök máli sínu til stuðnings og líklega þau þyngst að sömu bergtegund var að frnna í hólunum og hátt uppi í Vatns- dalsljalli. Næstu ár skoðaði hann marga fleiri urðarbingi á Norðurlandi og flokkaði jafnan sem berghlaup. Ritaði hann hjá sér greinargóðar lýsingar á þeim en fæstar birtust á prenti fyrr en í bókinni Með huga og hamri árið 1964, tuttugu ámm eftir dauða hans. Höfðu þá ýmsir aðrir birt rit um rannsóknarviðfangsefni hliðstæð þeim er Jakob vann að og þeim þá eignaður heiðurinn af viðkomandi uppgötvunum. Ég tel Jakob vera brautryðjandann í kenn- ingum um berghlaup á Islandi og að ekki hafi miklar nýjungar komið fram eftir hans tíð sem lúta að rannsóknum á þeim. SlGURÐUR ÞÓRARINSSON Árið 1954 birtir Sigurður Þórarinsson grein í Náttúrufræðingnum undir heitinu Þar sem háir hólar í skemmtilegum greinaflokki sem hann skrifaði og nefndi Séð frá þjóðvegi. Þar ritar hann um nokkur berghlaup er sjá má frá þjóðvegi á leiðinni frá Reykjavík til Akureyrar. Fjallar hann nokkuð um berghlaupin í Langadalsíjöll- um þar sem hann ekur suður með Blöndu að austan, og dvelur svo um stund við Hraun í Öxnadal og nokkur fleiri berg- hlaup í Eyjafírði. í greininni skýrir Sigurð- ur tilurð berghlaupa á Islandi. Hann telur að berghlaup falli undan jarðlagahalla og að bergið brotni um ákveðnar sprungur eða bergganga (5. mynd). Ólafur Jónsson benti síðar á að tíðni berghlaupa ræðst lítt af jarðlagahalla. Einnig lýsir Sigurður lauslega nokkrum öskulagasniðum í jarð- vegi ofan á urðartungunum. Þar telur hann sig finna rök fyrir því að berghlaupin gætu hafa fallið á síðjökultíma eða í byrjun nútíma. Þessa síðastnefndu uppgötvun um aldur urðarbingjanna hafa nokkrir aðrir sannprófað síðar. Ólafur Jónsson Ólafur Jónsson (1905-1980) búnaðarráðu- nautur og framkvæmdastjóri hjá Ræktun- arfélagi Norðurlands var eljusamur maður er sjaldan féll verk úr hendi. Hann fæddist árið 1895, ólst upp á Austurlandi, bæði á Fljótsdalshéraði og þar úti við ströndina. Síðar gekk hann í búnaðarskóla hér heima og fór á Landbúnaðarháskólann i Kaup- mannahöfn þar sem Jakob Líndal hafði stundað nám áratug fyrr. Hann gekk nánast sömu braut og Jakob og réðst til starfa í Gróðrarstöðinni á Akureyri sumarið 1924, 7 árum eftir að Jakob Líndal hvarf þaðan. Ólafur starfaði í gróðrarstöðinni í 25 ár og síðar sem búnaðarráðunautur og stundaði ávallt rannsóknir í frístundum. Ólafur ritaði margt um jarðfræði íslands og ber þar hæst rit hans Odáðahraun (1945) Skriðuföll og snjóflóð (1957) og Berghlaup (1976). I Skriðuföllum og snjó- flóðum rekur Ólafur m.a. vendilega rann- sóknir sínar á stórum forsögulegum skrið- um á Islandi sem hann nefnir berghlaup. Einnig segir hann í sama riti frá og lýsir nokkrum stórskriðum erlendis. Árið 1976 gaf Ólafur síðan út fyllra og ítarlegra rit um berghlaupin, þar sem hann fer nánar ofan í tilurð þeirra og lýsingar á sérkenn- um þessara fyrirbæra. Þar lýsir hann yfír 200 berghlaupum í máli og myndum og er 182

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.