Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 1995, Qupperneq 31

Náttúrufræðingurinn - 1995, Qupperneq 31
Sagan af BLÁFISKINUM ÖRNÓLFURTHORLACIUS Undir jól árið 1938 kom torkennilegur fiskur í vörpu suðurafrísks togara. Sagan af þessum fiski, og öðrum sömu gerðar sem síðar fundust, er forvitni- legur kafli í vísindasögu tuttugustu aldar. James Leonard Brierly Smith fæddist i Graaff Reinet í Höfða- landi í Suður-Afríku hinn 26. -----september 1897. Hann var af enskum ættum og drakk í sig andúð á Búunum, afkomendum hollenskra land- nema, enda geisaði Búastríðið á æskuárum hans. Síðar á ævi fór hann að líta á sig sem Suður-Afríkumann fremur en Breta og sættist við Búana. ■ EFNAFRÆÐINGURINN SEM GERÐIST FISKIFRÆÐINGUR Smith hóf nám í efnafræði við Viktoríu- háskóla í Stellenborsch, en var þaðan kvaddur til herþjónustu í fyrri heimsstyrj- öld. Áður en hann komst á vígvöllinn Örnólfur Thorlacius (f. 1931) lauk fil.kand.-prófi í líffræði og efnafræði frá Háskólanum í Lundi í Sví- þjóð 1958. Hann var kennari við Mcnntaskólann í Reykjavík 1960-1967, Menntaskólann við Hamra- hlíð 1967-1980 og hefur verið rektor þess skóla frá 1980. Samhliða kennslustörfum hefur Ömólfur samið kennslubækur og hann hafði um árabil umsjón með fræðsluþáttum um náttúrufræði í útvarpi og sjónvarpi. Hann var um tíma ritstjóri Náttúrufræð- ingsins veiktist hann af malaríu og fleiri hita- beltissjúkdómum og var leystur undan herþjónustu sem sjúklingur. Hann hélt þó áfram efnafræðinámi og að loknu kandídatsprófi fór hann til Englands og lauk doktorsprófi frá Cambridgeháskóla 1922. Árið 1923 sneri Smith til heimalands síns og gerðist háskólakennari í lífrænni efnafræði. Hann var stangveiðimaður og dró stundum físka sem hann þekkti ekki. Brátt komst hann að því að ekki var völ á aðgengilegum ritum til að greina þá og kom sér upp greiningarlykli yfír vatna- físka. Það tók hann meira en ár í frístund- um og stærðfræðikunnáttan nýttist honum vel við verkið. Svo sneri hann sér að sjó- fískum og komst þá að því að einnig á því sviði var hann frumkvöðull. Hann upp- götvaði fjölda fiska sem áður voru óþekktir við strendur Suður-Afríku og höfðu sumir raunar hvergi fúndist áður. Hróður efnafræðiprófessorsins sem fískifræðings jókst stöðugt. Menn leituðu til hans eða skrifuðu honum út af fískum sem þeir þekktu ekki og hann var gerður heiðurssafnvörður físka við suðurafrísk náttúrugripasöfn. Smith tók sér oft ferð með bátum eða togurum út á miðin í leit að fágætum fískum. Með því ávann hann sér traust sjó- mannanna. Hann sótti einnig heim afskekkta vita og fiskbúðir út um sveitir landsins. Allt tók þetta sinn tíma en skilaði góðum arði í sjaldgæfum eða áður ókunnum fískum sem bárust honum hvaðanæva. Náttúrufræðingurinn 64 (3), bls. 193-202, 1995. 193
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.